Viðskipti erlent

Gullverð mun rjúka upp í hæstu hæðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búist er við því að verð á gulli muni ná methæðum á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að verðið geti þá komist upp í um það bil 1500 bandaríkjadali á únsu. Hingað til hefur verðið náð hæst upp í 1266 dali. Það gerðist þann 21. júní síðastliðinn.

Eugen Weinberg, sérfræðingur hjá Commerzbank AG í Frankfurt, segir við Bloomberg fréttaveituna að verð muni hækka burtséð frá því hvort efnahagsástandið í heiminum batnar eða versnar. „Sterkara hagkerfi mun skapa meiri eftirspurn eftir skartgripum. Ef efnahagsástandið verður hins vegar veikt áfram munu fjárfestar leita eftir meira öryggi," segir Weinberg.

Fleiri sérfræðingar taka í sama streng og Weinberg. Þeir bjartsýnustu telja jafnvel að verð á únsunni geti farið upp í allt að 1550 dali.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×