Yndisleg tilfinning að vera á heimleið 20. desember 2010 08:15 „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum," segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á laugardag eignuðust hjónin hann með aðstoð staðgöngumóður á Indlandi, en lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands. Alþingi hjó svo á hnútinn er það veitti Jóel íslenskan ríkisborgararétt á laugardag og er fjölskyldunni því fátt að vanbúnaði. „Við eigum enn eftir að fá vegabréfið en trúum ekki öðru en að nú sé málið loks í höfn og við bíðum spennt eftir að koma heim." Helga segir óvíst hvenær þau komi heim, en þau vonist til þess að það geti orðið fyrir jól. Jóel litli hafi það annars mjög gott. „Hann dafnar vel og er hraustur og sprækur." Ástæðan fyrir því að erfiðlega gekk að fá leyst úr málum þeirra Helgu og Einars er ákveðið lagalegt tómarúm hér á landi um staðgöngumæðrun. Samkvæmt lögum er staðgöngumæðrun bönnuð hér á landi en ekkert í indverskum lögum bannar slíkt. Þau leituðu því á náðir alþingismanna, sem veittu málinu loks brautargengi og veittu Jóel ríkisborgararétt ásamt 42 öðrum. Þingsályktunartillaga sextán þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki liggur nú fyrir á Alþingi en þar er kallað eftir lagasetningu um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði heimiluð. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
„Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum," segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á laugardag eignuðust hjónin hann með aðstoð staðgöngumóður á Indlandi, en lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands. Alþingi hjó svo á hnútinn er það veitti Jóel íslenskan ríkisborgararétt á laugardag og er fjölskyldunni því fátt að vanbúnaði. „Við eigum enn eftir að fá vegabréfið en trúum ekki öðru en að nú sé málið loks í höfn og við bíðum spennt eftir að koma heim." Helga segir óvíst hvenær þau komi heim, en þau vonist til þess að það geti orðið fyrir jól. Jóel litli hafi það annars mjög gott. „Hann dafnar vel og er hraustur og sprækur." Ástæðan fyrir því að erfiðlega gekk að fá leyst úr málum þeirra Helgu og Einars er ákveðið lagalegt tómarúm hér á landi um staðgöngumæðrun. Samkvæmt lögum er staðgöngumæðrun bönnuð hér á landi en ekkert í indverskum lögum bannar slíkt. Þau leituðu því á náðir alþingismanna, sem veittu málinu loks brautargengi og veittu Jóel ríkisborgararétt ásamt 42 öðrum. Þingsályktunartillaga sextán þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki liggur nú fyrir á Alþingi en þar er kallað eftir lagasetningu um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði heimiluð. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira