Enski boltinn

Malouda íhugar að yfirgefa herbúðir Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frakkinn Florent Malouda segist þurfa að skoða stöðu sína hjá Chelsea fari hann ekki að fá almennileg tækifæri með liðinu.

Eftir að Carlo Ancelotti breytti í 4-3-1-2 kerfi hefur Malouda meira og minna setið á bekknum sem er afar svekkjandi fyrir leikmanninn í ljósi þess að hann spilaði mjög vel í fyrra.

„Ég er búinn að ræða málið við stjórann. Mér fannst ég spila vel framan af en síðan hef ég setið á bekknum í stóru leikjunum. Ég hef mikinn metnað fyrir HM og því er pirrandi að fá ekki að spila meira," sagði Malouda sem fær samt ekki að fara frá félaginu í janúar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×