Lífið

Gary Coleman vildi lifa en fyrrum eiginkonan slökkti á öndunarvélinni

Gary Coleman skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék í þáttunum Diff'rent Strokes á níunda áratugnum.
Gary Coleman skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék í þáttunum Diff'rent Strokes á níunda áratugnum.
Fyrrum barnastjarnan Gary Coleman lést fyrir nokkrum vikum. Hann var drifinn á spítala eftir að hafa dottið og rekið höfuðið harkalega í.

Eftir að hann kom á sjúkrahúsið reyndu læknar að halda honum með meðvitund en hann féll í dá. Strax daginn eftir, 24 klukkustundum seinna, lét fyrrum eiginkona hans, Shannon Price, slökkva á öndunarvélunum og hann lést í kjölfarið.

Þessi ákvörðun fyrrum eiginkonunnar hefur verið afar umdeild. Ekki síst nú þegar komin eru gögn sem sýna fram á að hann vildi láta halda sér á lífi eins lengi og mögulegt er við þessar aðstæður. Gary skrifaði undir skjöl árið 2006 þar sem hann merkti við reit þess efnis. Annar reitur á skjalinu þar sem valið var að láta slökkva á vélunum ef útlitið væri mjög slæmt stóð auður.

Um leið og hann lést byrjaði baráttan um dánarbúið milli fyrrum eiginkonunnar og kærustu Coleman, Önnu Gray. Þá hefur brennslu líksins verið frestað af dómara þar til á morgun vegna þess að kærastan bað um að fá að sjá líkið og kveðja en hún þurfti að fljúga milli landshluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.