Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal skrifar 9. febrúar 2010 06:00 Þeir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa, ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspilamennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að löggjafinn heimili slíka starfsemi. Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á peninga er „casino" og merkti upprunalega hús ánægju og leikja. Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra. Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum tveimur. Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæplega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut. Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði. Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst upp sambærileg mót. Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir spilamennsku á Netinu. Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarfseminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi. Skýtur þar skökku við. Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmyndar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar. Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við Icelandair hótel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Skoðun Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Sjá meira
Þeir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa, ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspilamennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að löggjafinn heimili slíka starfsemi. Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á peninga er „casino" og merkti upprunalega hús ánægju og leikja. Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra. Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum tveimur. Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæplega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut. Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði. Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst upp sambærileg mót. Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir spilamennsku á Netinu. Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarfseminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi. Skýtur þar skökku við. Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmyndar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar. Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við Icelandair hótel.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun