Enski boltinn

Geremi farinn til Tyrklands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geremi í leik með Newcastle.
Geremi í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Miðvallarleikmaðurinn Geremi hefur gengið til liðs við tyrkneska félagið Ankaragücü en hann lék síðast með Newcastle í Englandi.

Geremi kom aðeins við sögu í níu leikjum með Newcastle í öllum keppnum í haust en félagið leikur í ensku B-deildinni. Hann fékk að fara frítt frá félaginu.

Hann er 31 árs og lék áður með Real Madrid og Chelsea áður en hann fór til Newcastle árið 2007. Hann lék einnig í Tyrklandi frá 1997 til 1999 er hann var á mála hjá Genclerberligi.

Geremi er nú með landsliði Kamerún sem tekur þátt í Afríkukeppninni sem hefst í Angóla síðar í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×