Bayern með nauma forystu til Lyon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2010 18:36 Arjen Robben fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Bongarts Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Markið skoraði hann með glæsilegu langskoti á 69. mínútu leiksins en boltinn hafði reyndar viðkomu í Thomas Müller á leiðinni í markið. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu en það varð aftur jafnt í liðunum þegar að Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Bayern var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en mun vafalítið sakna Ribery í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum. Þá fer leikurinn fram í Lyon. Bastian Schweinsteiger komst í gott skallafæri strax í upphafi leiksins eftir að Hugo Lloris, markvörður Lyon, missti af boltanum. Schweinsteiger skallaði hins vegar framhjá markinu úr úrvalsfæri. Skömmu síðar komst Franck Ribery í fínt skotfæri eftir að hafa leikið á Cris, varnarmann Lyon. Skotið fór hins vegar framhjá markinu. Bayern var með þó nokkra yfirburði í leiknum og skapaði sér nokkuð góð færi. Lyon komst í eitt ágætt færi en tókst annars lítið að ógna marki heimamanna framan af. En það dró til tíðinda á 37. mínútu. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á Lisandro Lopez. Ribery missti af boltanum og fór með takkana beint í ökkla Lopez sem lá sárþjáður eftir. Hann gat þó haldið áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Ribery komst í fréttirnar fyrr í dag í tengslum við rannsókn á ólöglegri vændisstarfssemi í Frakklandi. Eftir þetta átti Kim Källstrom besta færi Lyon er hann átti þrumuskot að marki sem Hans-Jörg Butt varði vel í marki Bayern. En staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Dramatíkin hélt áfram í síðari hálfleik. Manni færri tókst Bayern að koma sér í frábært færi eftir að Phillip Lahm splundraði frönsku vörninni. Hann gaf á Thomas Müller sem var í ákjósanlegri stöðu en hitti ekki í boltann. Jeremy Toulalan, fékk svo tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna millibili og þar með rautt. Fyrra spjaldið fyrir brot á Arjen Robben en síðara fyrir frekar litlar sakir. En þar með var jafnt í liðunum. Og Bayern færði sér þetta í nyt. Arjen Robben átti ágætt skot að marki stuttu síðar og Mario Gomez, nýkominn inn á sem varamaður, fékk frábært skallafæri á 68. mínútu sem hann nýtti afar illa. En Robben var ekki hættur. Aftur lét hann vaða að markinu og í þetta sinn hafnaði boltinn í netinu. Markið var einkar laglegt enda skot Robben fast og af löngu færi. Boltinn virtist hins vegar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en markið var engu að síður skráð á Robben.Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Contento, Robben, Schweinsteiger, Pranjic, Ribery, Müller, Olic.Varamenn: Rensing, Altintop, Gorlitz, Klose, Alaba, Gomez, Tymochuk. Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Toulalan, Cissokho, Gonalons, Källstrom, Ederson, Pjanic, Delgado, Lopez.Varamenn: Vercoutre, Michel Bastos, Gouvou, Makoun, Gomis, Anderson, Gassama. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Markið skoraði hann með glæsilegu langskoti á 69. mínútu leiksins en boltinn hafði reyndar viðkomu í Thomas Müller á leiðinni í markið. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu en það varð aftur jafnt í liðunum þegar að Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Bayern var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en mun vafalítið sakna Ribery í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum. Þá fer leikurinn fram í Lyon. Bastian Schweinsteiger komst í gott skallafæri strax í upphafi leiksins eftir að Hugo Lloris, markvörður Lyon, missti af boltanum. Schweinsteiger skallaði hins vegar framhjá markinu úr úrvalsfæri. Skömmu síðar komst Franck Ribery í fínt skotfæri eftir að hafa leikið á Cris, varnarmann Lyon. Skotið fór hins vegar framhjá markinu. Bayern var með þó nokkra yfirburði í leiknum og skapaði sér nokkuð góð færi. Lyon komst í eitt ágætt færi en tókst annars lítið að ógna marki heimamanna framan af. En það dró til tíðinda á 37. mínútu. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á Lisandro Lopez. Ribery missti af boltanum og fór með takkana beint í ökkla Lopez sem lá sárþjáður eftir. Hann gat þó haldið áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Ribery komst í fréttirnar fyrr í dag í tengslum við rannsókn á ólöglegri vændisstarfssemi í Frakklandi. Eftir þetta átti Kim Källstrom besta færi Lyon er hann átti þrumuskot að marki sem Hans-Jörg Butt varði vel í marki Bayern. En staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Dramatíkin hélt áfram í síðari hálfleik. Manni færri tókst Bayern að koma sér í frábært færi eftir að Phillip Lahm splundraði frönsku vörninni. Hann gaf á Thomas Müller sem var í ákjósanlegri stöðu en hitti ekki í boltann. Jeremy Toulalan, fékk svo tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna millibili og þar með rautt. Fyrra spjaldið fyrir brot á Arjen Robben en síðara fyrir frekar litlar sakir. En þar með var jafnt í liðunum. Og Bayern færði sér þetta í nyt. Arjen Robben átti ágætt skot að marki stuttu síðar og Mario Gomez, nýkominn inn á sem varamaður, fékk frábært skallafæri á 68. mínútu sem hann nýtti afar illa. En Robben var ekki hættur. Aftur lét hann vaða að markinu og í þetta sinn hafnaði boltinn í netinu. Markið var einkar laglegt enda skot Robben fast og af löngu færi. Boltinn virtist hins vegar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en markið var engu að síður skráð á Robben.Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Contento, Robben, Schweinsteiger, Pranjic, Ribery, Müller, Olic.Varamenn: Rensing, Altintop, Gorlitz, Klose, Alaba, Gomez, Tymochuk. Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Toulalan, Cissokho, Gonalons, Källstrom, Ederson, Pjanic, Delgado, Lopez.Varamenn: Vercoutre, Michel Bastos, Gouvou, Makoun, Gomis, Anderson, Gassama.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira