Lífverðir fylgdu hljómsveit Jónsa eftir í Suður-Kóreu 1. desember 2010 21:00 vel heppnuð tónleikaferð Hljómsveit Jónsa sem hefur verið á tónleikaferð um heiminn á þessu ári. Frá vinstri að ofan eru Óli Björn, Alex, Jónsi og Þorvaldur og Úlfur situr fyrir framan. Þorvaldur hitti Questlove, trommara The Roots, og fór vel á með þeim félögum. „Það var engin lögreglufylgd en það voru öryggisverðir sem pössuðu upp á okkur,“ segir Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommari í hljómsveit Jónsa úr Sigur Rós. Sveitin hélt tónleika í Suður-Kóreu á mánudagskvöld. Ástandið í landinu hefur verið ótryggt upp á síðkastið vegna átaka á milli Suður- og Norður-Kóreu en Þorvaldur vissi ekki hvort öryggisverðirnir hefðu verið fengnir vegna þess. „Þegar við fórum á hótelbarinn löbbuðu þeir með okkur og biðu eftir okkur og þegar ég fór á klósettið beið öryggisvörður mín þegar ég kom til baka. Ég hef aldrei lent í þessu áður,“ segir Þorvaldur. „Það var engin ástæða til að hafa þá þarna. Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Við hefðum aldrei farið út ef það hefði verið hætta á ferðinni og ég fann ekkert fyrir þessum titringi í Seúl.“ Trommarinn segir tónleikana í borginni eina þá bestu á tónleikaferðinni, sem hófst í London í apríl. „Þetta voru frábærir tónleikar og frábærir áhorfendur, hugsanlega þeir bestu á þessum túr. Þeir voru búnir að stilla saman strengi sína og fylltu sviðið af skutlum í einu laginu. Það er gaman fyrir okkur þegar áhorfendur eru búnir að undirbúa sig og gera eitthvað fyrir okkur. Þeir voru líka með snjósprey í öðru lagi.“ Hann segir tónleikaferðina hafa verið draumi líkasta. Það kemur ekki á óvart því áður en lokatónleikarnir í Laugardalshöll 29. desember hefjast hefur sveitin spilað á 99 tónleikum um víða veröld, fyrir framan um 200 þúsund manns, til að kynna fyrstu sólóplötu Jónsa, Go. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ævintýri og ógleymanleg reynsla. Það eru yndislegir strákar í hljómsveitinni og við erum allir rosalega heppnir finnst mér að hafa hver annan.“ Þorvaldur gaf út sína fyrstu sólóplötu í fyrra eftir að hafa dvalið í sjö ár í Bandaríkjunum við nám og störf. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og það er frábært að vinna með Jónsa. Hann er einn allra besti söngvari sem ég hef á ævinni unnið með.“ Spurður hvort hann hafi hitt einhverja fræga á tónleikaferðinni er fátt um svör. Reyndar hitti Þorvaldur kollega sinn í The Roots, Questlove, í upptökuveri sjónvarpsstöðvarinnar NBC í New York, en tókst ekki að hitta rapparann Jay-Z og goðsögnina Stevie Wonder eins og hann hafði vonast eftir. „Ég er búinn að missa þrisvar af Jay-Z. Ég væri alveg til í að taka í höndina á honum og segja að mér finnist hann frábær.“ freyr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
„Það var engin lögreglufylgd en það voru öryggisverðir sem pössuðu upp á okkur,“ segir Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommari í hljómsveit Jónsa úr Sigur Rós. Sveitin hélt tónleika í Suður-Kóreu á mánudagskvöld. Ástandið í landinu hefur verið ótryggt upp á síðkastið vegna átaka á milli Suður- og Norður-Kóreu en Þorvaldur vissi ekki hvort öryggisverðirnir hefðu verið fengnir vegna þess. „Þegar við fórum á hótelbarinn löbbuðu þeir með okkur og biðu eftir okkur og þegar ég fór á klósettið beið öryggisvörður mín þegar ég kom til baka. Ég hef aldrei lent í þessu áður,“ segir Þorvaldur. „Það var engin ástæða til að hafa þá þarna. Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Við hefðum aldrei farið út ef það hefði verið hætta á ferðinni og ég fann ekkert fyrir þessum titringi í Seúl.“ Trommarinn segir tónleikana í borginni eina þá bestu á tónleikaferðinni, sem hófst í London í apríl. „Þetta voru frábærir tónleikar og frábærir áhorfendur, hugsanlega þeir bestu á þessum túr. Þeir voru búnir að stilla saman strengi sína og fylltu sviðið af skutlum í einu laginu. Það er gaman fyrir okkur þegar áhorfendur eru búnir að undirbúa sig og gera eitthvað fyrir okkur. Þeir voru líka með snjósprey í öðru lagi.“ Hann segir tónleikaferðina hafa verið draumi líkasta. Það kemur ekki á óvart því áður en lokatónleikarnir í Laugardalshöll 29. desember hefjast hefur sveitin spilað á 99 tónleikum um víða veröld, fyrir framan um 200 þúsund manns, til að kynna fyrstu sólóplötu Jónsa, Go. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ævintýri og ógleymanleg reynsla. Það eru yndislegir strákar í hljómsveitinni og við erum allir rosalega heppnir finnst mér að hafa hver annan.“ Þorvaldur gaf út sína fyrstu sólóplötu í fyrra eftir að hafa dvalið í sjö ár í Bandaríkjunum við nám og störf. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og það er frábært að vinna með Jónsa. Hann er einn allra besti söngvari sem ég hef á ævinni unnið með.“ Spurður hvort hann hafi hitt einhverja fræga á tónleikaferðinni er fátt um svör. Reyndar hitti Þorvaldur kollega sinn í The Roots, Questlove, í upptökuveri sjónvarpsstöðvarinnar NBC í New York, en tókst ekki að hitta rapparann Jay-Z og goðsögnina Stevie Wonder eins og hann hafði vonast eftir. „Ég er búinn að missa þrisvar af Jay-Z. Ég væri alveg til í að taka í höndina á honum og segja að mér finnist hann frábær.“ freyr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira