Lífið

Kærastinn flytur inn til Rihönnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rihanna bauð kærastanum að flytja inn til sín. Mynd/ AFP.
Rihanna bauð kærastanum að flytja inn til sín. Mynd/ AFP.
Söngdívan Rihanna er búin að bjóða kærastanum sínum að flytja inn til sín. Rihanna og kærastinn, hinn 25 ára gamli hafnaboltaleikmaður Matt Kemp, hafa verið að slá sér upp saman undanfarna mánuði.

Nú virðist aukin alvara vera að færast í sambandið og Matt er hæstánægður með það. „Hann vissi að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Rihanna byði honum að flytja inn. Hann vill gera hana hamingjusama," sagði heimildarmaður við Music-News.

Matt er hins vegar var um sig og ætlar ekki að selja íbúðina sem hann á í Los Angeles. Að minnsta kosti ekki fyrst um sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.