Verkefni kirkjunnar Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 14. september 2010 06:00 Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starfar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbunum. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þessum. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem sakamenn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láti ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfsfólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tekist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starfar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbunum. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þessum. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem sakamenn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láti ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfsfólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tekist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun