Verkefni kirkjunnar Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 14. september 2010 06:00 Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starfar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbunum. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þessum. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem sakamenn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láti ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfsfólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tekist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starfar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbunum. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þessum. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem sakamenn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láti ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfsfólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tekist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar