Lífið

Fjör við Ölfusvatn - myndir

MYNDIR/Eyþór Jóvinsson
MYNDIR/Eyþór Jóvinsson

Meðfylgjandi myndir tók Eyþór Jóvinsson á útihátíð sem haldin var við Ölfusvatn um helgina. Hátíðin ber heitið Hangover Festival.

Nafn hátíðarinnar er úr samnefndri kvikmynd og er tilgangur þeirra sem skipulögðu hana að fólk skemmti sér frábærlega og fari heim með magnaðar minningar í farteskinu.

Hátíðin er sú nýjasta í útihátíðarflóru Íslands. Boðið var upp á ýmsar nýjungar eins og hlátur jóga ættað frá Kólumbíu og vatnsrennibraut var sett upp á staðnum.

Veðrið lék við hátíðargesti og fór hitinn vel yfir 20 gráður. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, skemmtu allir sér konunglega og verður hátíðin því árlegur viðburður héðan í frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.