Handbolti

Logi skaut ekkert á 19 mínútum á móti Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirson vill ekki skjóta á markið þessa daganna.
Logi Geirson vill ekki skjóta á markið þessa daganna. Mynd/Anton

Logi Geirsson spilaði í 19 mínútur í sigrinum á Spáni í dag samkvæmt tölfræði leiksins á heimasíðu franska handboltasambandsins.

Logi reyndi ekki að skjóta á markið í leiknum ekki frekar en í leiknum á móti Portúgal á miðvikudaginn þar sem hann skaut eina skoti sínu af stuttu færi eftir hraðaupphlaup.

Logi er greinilega að spara öxlina fyrir átökin á Evrópumótinu sem hefst á þriðjudaginn í Austurríki.

Hér fyrir neðan má sjá spilatíma íslenska liðsins og þar má sjá að Guðmundur spilaði þar á sínu besta liði og líkingu við það sem hann gerir á EM.

Spilatími íslenska liðsins í leiknum:

Björgvin Páll Gústvasson 60 mínútur

Guðjón Valur Sigurðsson 60 mínútur

Ólafur Stefánsson 45 mínútur

Arnór Atlason 40 mínútur

Alexander Petersson 40 mínútur

Ásgeir Örn Hallgrímsson 31 mínúta

Snorri Steinn Guðjónsson 31 mínúta

Róbert Gunnarsson 25 mínútur

Sverre Jakobsson 24 mínútur

Ingimundur Ingimundarson 22 mínútur

Logi Geirsson 19 mínútur

Vignir Svavarsson 49 sekúndur

Sturla Ásgeirsson lék ekkert

Ólafur Guðmundsson lék ekkert

Hreiðar Levý Guðmundsson lék ekkert

Aron Pálmarsson var ekki í hópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×