Almenningur vill sjá vægari refsingar 24. ágúst 2010 06:15 Niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til refsinga benda til þess að almenningur hér á landi sé í reynd refsimildari en dómstólar. Hinn almenni borgari vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Ekki endilega með lengri fangelsisvist. Fréttablaðið/Vilhelm Almennir borgarar á Norðurlöndunum eru refsimildari en dómstólar þeirra. Þetta sýnir umfangsmikil norræn rannsókn á afstöðu almennra borgara til refsinga. Niðurstöðurnar voru kynntar á norrænu dómstólaþingi í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag. „Þessar niðurstöður styðja ekki kröfur um lengri refsivist í fangelsi," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stóð að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Hann segir niðurstöðurnar að mörgu leyti hafa komið á óvart og vakið mikla athygli á dómstólaþinginu ytra. Þær stangist á við aðrar rannsóknir hér á landi, sem og opinbera umfjöllun, sem hafi lengi bent til þess að meirihluti Íslendinga álíti refsingar of vægar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Rannsóknin var þríþætt. Almenn tilfinning borgara fyrir afbrotum og refsingum var könnuð með símakönnun. Þá var afstaða borgara mæld í póstkönnun, með því að láta svarendum í té upplýsingar um viðurlög og atvikalýsingu á sex afbrotum. Að lokum voru settir saman tólf rýnihópar sem sáu myndbrot úr réttarhaldi í einu afbrotamálinu sem einnig var í póstkönnuninni. Hópur starfandi dómara úrskurðaði síðan um refsingar í málunum sex, út frá þeim dómavenjum sem ríkja hér á landi, til að fá samanburð við afstöðu borgaranna. Málin voru öll alvarleg - líkamsárás á götu úti, nauðgun, makaofbeldi, fíkniefnasmygl, fjárdráttur í banka og búðarrán. Í öllum málunum sex vanmátu Íslendingar hvaða refsing væri líklegust hjá íslenskum dómstólum. Þá vildu svarendur í öllum tilfellum sjá vægari refsingar en dómarahópurinn hafði komist að. „Almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir hvað refsingar eru þungar," segir Helgi. Hugsanlega megi rekja það til mikillar umræðu um vægar refsingar hér á landi. Hann segir að niðurstöðurnar megi túlka þannig að Íslendingar vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Hér á landi sé hugsanlega um of einblínt á þyngri refsingar í formi langrar innilokunar. Nýta mætti aðra kosti betur, til að mynda miskabætur til þolenda, sáttamiðlun, afplánun utan fangelsa og samfélagsþjónustu. holmfridur@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Almennir borgarar á Norðurlöndunum eru refsimildari en dómstólar þeirra. Þetta sýnir umfangsmikil norræn rannsókn á afstöðu almennra borgara til refsinga. Niðurstöðurnar voru kynntar á norrænu dómstólaþingi í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag. „Þessar niðurstöður styðja ekki kröfur um lengri refsivist í fangelsi," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stóð að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Hann segir niðurstöðurnar að mörgu leyti hafa komið á óvart og vakið mikla athygli á dómstólaþinginu ytra. Þær stangist á við aðrar rannsóknir hér á landi, sem og opinbera umfjöllun, sem hafi lengi bent til þess að meirihluti Íslendinga álíti refsingar of vægar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Rannsóknin var þríþætt. Almenn tilfinning borgara fyrir afbrotum og refsingum var könnuð með símakönnun. Þá var afstaða borgara mæld í póstkönnun, með því að láta svarendum í té upplýsingar um viðurlög og atvikalýsingu á sex afbrotum. Að lokum voru settir saman tólf rýnihópar sem sáu myndbrot úr réttarhaldi í einu afbrotamálinu sem einnig var í póstkönnuninni. Hópur starfandi dómara úrskurðaði síðan um refsingar í málunum sex, út frá þeim dómavenjum sem ríkja hér á landi, til að fá samanburð við afstöðu borgaranna. Málin voru öll alvarleg - líkamsárás á götu úti, nauðgun, makaofbeldi, fíkniefnasmygl, fjárdráttur í banka og búðarrán. Í öllum málunum sex vanmátu Íslendingar hvaða refsing væri líklegust hjá íslenskum dómstólum. Þá vildu svarendur í öllum tilfellum sjá vægari refsingar en dómarahópurinn hafði komist að. „Almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir hvað refsingar eru þungar," segir Helgi. Hugsanlega megi rekja það til mikillar umræðu um vægar refsingar hér á landi. Hann segir að niðurstöðurnar megi túlka þannig að Íslendingar vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Hér á landi sé hugsanlega um of einblínt á þyngri refsingar í formi langrar innilokunar. Nýta mætti aðra kosti betur, til að mynda miskabætur til þolenda, sáttamiðlun, afplánun utan fangelsa og samfélagsþjónustu. holmfridur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira