Svar við opnu bréfi Ragna Árnadóttir skrifar 2. júlí 2010 06:00 Kæra Þórdís Elva. Þakka þér fyrir opið bréf til mín í Fréttablaðinu þann 11. júní síðastliðinn. Þar er vísað til þess, sem fram kemur í bók þinni „Á mannamáli", og sérstaklega gert að umtalsefni misháar refsingar sem liggja við kynferðisbrotum gegn börnum. Þessi umræða er afar áhugaverð og til þess fallin að minna okkur á alvarleika þeirra brota, sem um ræðir. Einnig knýr hún okkur til að líta gagnrýnum augum á refsilöggjöfina og hvort hún endurspegli það gildismat, sem við lýði er í okkar samfélagi. Ég fylgi fordæmi þínu og tek einfalt dæmi. Nauðgunarbrot varða allt að 16 ára fangelsi en í nauðgun felst að maður hefur samræði eða önnur kynferðismök við einstakling með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Hér getur fórnarlamb verknaðarins verið barn eða fullorðinn, en það er virt til refsiþyngingar ef brotaþolinn er ungur að árum. Ef hins vegar er um að ræða sifjaspell, þar sem einstaklingur hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja og beitir ekki ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung - þá varðar það fangelsi allt að 8 árum, og allt að 12 árum sé barnið yngra en 16 ára. Nærtækt er að spyrja: Hvers vegna gerir löggjafinn greinarmun á því hvaða aðferð er notuð til að brjóta svo gróflega gegn barni? Því er hámarksrefsingin ekki sú sama, hvort sem um nauðgun er að ræða eða sifjaspell í skilningi hegningarlaganna? Hér mætti með réttu segja að sú misnotkun á trúnaði barns, sem felst í hvers konar kynferðisbroti gegn því, sé alveg jafn alvarleg og sú háttsemi sem áður var lýst, það er ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung. Einnig má færa rök fyrir því að hvers konar kynferðisbrot gegn börnum sé fullt eins alvarlegt og nauðgun og því ætti að refsa fyrir öll kynferðisbrot gegn börnum með hámarksrefsingu. Það er fyllilega réttmætt sjónarmið. Lítum þá á hina hliðina. Í refsilöggjöf okkar er almennt gerður greinarmunur á refsihámarki hverju sinni, eftir því um hvaða verknað er að ræða. Við mismunandi brotum liggja misháar refsingar. En vitaskuld verða þær refsingar, sem liggja við verknaði á hverjum tíma, að endurspegla gildismat samfélags okkar. Þar erum við komin að kjarna málsins og því, sem þú vekur svo ágætlega máls á í bók þinni. Kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 og voru þá gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér auknar refsingar við kynferðisbrotum gegn börnum. Eftir því sem best verður séð af dómaframkvæmd hafa lagabreytingarnar leitt til þyngri refsinga við þessum alvarlegu brotum. Minni greinarmunur er gerður á hinum ýmsu verknuðum - en munurinn er engu að síður til staðar ennþá. Er tilefni til að gera slíkan greinarmun? Er tilefni til að hækka refsingarnar enn frekar? Það er álitaefni sem ég tel fullt tilefni til að verði skoðað, og mun ég beita mér fyrir því á vettvangi ráðuneytisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Sjá meira
Kæra Þórdís Elva. Þakka þér fyrir opið bréf til mín í Fréttablaðinu þann 11. júní síðastliðinn. Þar er vísað til þess, sem fram kemur í bók þinni „Á mannamáli", og sérstaklega gert að umtalsefni misháar refsingar sem liggja við kynferðisbrotum gegn börnum. Þessi umræða er afar áhugaverð og til þess fallin að minna okkur á alvarleika þeirra brota, sem um ræðir. Einnig knýr hún okkur til að líta gagnrýnum augum á refsilöggjöfina og hvort hún endurspegli það gildismat, sem við lýði er í okkar samfélagi. Ég fylgi fordæmi þínu og tek einfalt dæmi. Nauðgunarbrot varða allt að 16 ára fangelsi en í nauðgun felst að maður hefur samræði eða önnur kynferðismök við einstakling með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Hér getur fórnarlamb verknaðarins verið barn eða fullorðinn, en það er virt til refsiþyngingar ef brotaþolinn er ungur að árum. Ef hins vegar er um að ræða sifjaspell, þar sem einstaklingur hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja og beitir ekki ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung - þá varðar það fangelsi allt að 8 árum, og allt að 12 árum sé barnið yngra en 16 ára. Nærtækt er að spyrja: Hvers vegna gerir löggjafinn greinarmun á því hvaða aðferð er notuð til að brjóta svo gróflega gegn barni? Því er hámarksrefsingin ekki sú sama, hvort sem um nauðgun er að ræða eða sifjaspell í skilningi hegningarlaganna? Hér mætti með réttu segja að sú misnotkun á trúnaði barns, sem felst í hvers konar kynferðisbroti gegn því, sé alveg jafn alvarleg og sú háttsemi sem áður var lýst, það er ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung. Einnig má færa rök fyrir því að hvers konar kynferðisbrot gegn börnum sé fullt eins alvarlegt og nauðgun og því ætti að refsa fyrir öll kynferðisbrot gegn börnum með hámarksrefsingu. Það er fyllilega réttmætt sjónarmið. Lítum þá á hina hliðina. Í refsilöggjöf okkar er almennt gerður greinarmunur á refsihámarki hverju sinni, eftir því um hvaða verknað er að ræða. Við mismunandi brotum liggja misháar refsingar. En vitaskuld verða þær refsingar, sem liggja við verknaði á hverjum tíma, að endurspegla gildismat samfélags okkar. Þar erum við komin að kjarna málsins og því, sem þú vekur svo ágætlega máls á í bók þinni. Kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 og voru þá gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér auknar refsingar við kynferðisbrotum gegn börnum. Eftir því sem best verður séð af dómaframkvæmd hafa lagabreytingarnar leitt til þyngri refsinga við þessum alvarlegu brotum. Minni greinarmunur er gerður á hinum ýmsu verknuðum - en munurinn er engu að síður til staðar ennþá. Er tilefni til að gera slíkan greinarmun? Er tilefni til að hækka refsingarnar enn frekar? Það er álitaefni sem ég tel fullt tilefni til að verði skoðað, og mun ég beita mér fyrir því á vettvangi ráðuneytisins.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun