Golf

Golfstrákarnir nálægt botninum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íslenski hópurinn í Svíþjóð.
Íslenski hópurinn í Svíþjóð.

Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 18. sæti af 20 á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer í Svíþjóð. Liðið lék samtals á 23 höggum yfir pari í dag eða tveim höggum meira en Sviss sem er í 17. sæti.

Alfreð Brynjar Kristinsson lék best allra í íslenska liðinu í dag og skilaði skorkorti upp á 73 högg eða einu höggi yfir pari.

Hlynur Geir Hjartarson, Kristján Þór Einarsson og Ólafur Björn Loftsson léku allir á 77 höggum eða fimm yfir pari.

Sigmundur Einar Másson var ekki á mikið síðra skori eða 79 höggum.

Axel Bóasson lék afar vel á fyrri níu holunum í dag og best allra í íslenska liðinu. Hann missti síðan algjörlega flugið á seinni níu og kom í hús á 82 höggum eða tíu höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×