Óbreytt staða í Fjarðabyggð 26. maí 2010 06:30 Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosningunum 2006 var fjórði flokkurinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sama fjölda bæjarfulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 prósentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningunum á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn haldið áfram meirihlutasamstarfi sínu í Fjarðabyggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meirihluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 prósent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðjudagskvöldið 25. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosningunum 2006 var fjórði flokkurinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sama fjölda bæjarfulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 prósentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningunum á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn haldið áfram meirihlutasamstarfi sínu í Fjarðabyggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meirihluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 prósent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðjudagskvöldið 25. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira