Enski boltinn

Vieira framlengir við City

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Patrick Vieira hefur skrifað undir nýjan tólf mánaða samning við Manchester City. Vieira kom á frjálsri sölu frá ítalska liðinu Inter Milan í janúar og byrjaði átta leiki á tímabilinu.

Frammistöður hans voru oftar en ekki lítt sannfærandi en reynsla hans vegur þungt í ákvörðun Roberto Mancini að semja aftur við Frakkann.

Vieira hafði sjálfur orð á því á tímabilinu að hannhefði brugðist City með frammistöðum sínum.

Vieira er 33 ára gamall og er ekki í landsliðshópi Frakka á HM, þrátt fyrir að Lassana Diarra, sem spilar sömu stöðu og Vieira, sé meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×