Íhuga að sniðganga Ísland 17. maí 2010 07:00 Mynd/Valli Stór lyfjafyrirtæki íhuga alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað hér á landi, og jafnvel hætta að selja lyf sem þau eru með í sölu í dag vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöðugleika á lyfjamarkaði hér á landi. „Það er ekki hægt að lækka endalaust lyfjaverðið á Íslandi, eins og landið sé í einhvers konar tómarúmi," segir Robin Turner, framkvæmdastjóri hjá svissneska lyfjafyrirtækinu Roche. Fyrirtækið er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims og stærsti framleiðandi krabbameinslyfja í heiminum í dag. „Það verður að horfa á heildarmyndina, það getur vel verið að það sé hægt að ná hagræðingu, en ríkisstjórnin á Íslandi er ekki að beita réttum aðferðum. Þeir taka einhliða ákvarðanir hverja annarri vitlausari, og hafa ekkert samráð við okkur eða önnur lyfjafyrirtæki. Þá er ekki hægt að komast að niðurstöðu sem gengur upp fyrir báða aðila," segir Turner. Hann segir ófremdarástand hafa ríkt á lyfjamarkaðinum á Íslandi undanfarið. Þar skipti ekki síst máli að heilbrigðisráðherra hafi ítrekað tekið einhliða ákvarðanir, breytt fyrri ákvörðunum fyrirvaralaust og án samráðs. „Það er augljóst að ef lyfjaverðið fer undir ákveðið lágmark hefur mitt fyrirtæki engin önnur úrræði en að hætta við að setja tiltekin lyf á markaði á Íslandi," segir Turner. Þá sé líklegt að hætt verði að selja ákveðin lyf sem hafi verið í sölu á Íslandi fari verðið undir ákveðið lágmark. Þó íslenski lyfjamarkaðurinn sé lítill er ekki hægt að bjóða lægra verð hér en annars staðar í Evrópu, segir Turner. Ástæðan er sú að bjóðist betri verð hér en á margfalt stærri mörkuðum sé einfaldlega gerð krafa þar um að fá lyfin á jafn lágu verði. Hann segir Roche fráleitt eina fyrirtækið sem sé búið að fá nóg. Önnur stór lyfjafyrirtæki séu í sömu stöðu, og þar hljóti menn að íhuga málin á sama grundvelli. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir kröfu Íslendinga ekki að fá lyfin á lægra verði en aðrir, aðeins að fá sambærilegt verð og nágrannalöndin. „Það er misskilningur að þetta skipti sköpum varðandi afkomu lyfjafyrirtækjanna í heiminum, þetta er 300 þúsund manna markaður, sem er örmarkaður fyrir lyfjaiðnaðinn. Ég held að það séu ýkjur að þessi fyrirtæki íhugi að hætta að setja lyf á markað hér á landi." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Stór lyfjafyrirtæki íhuga alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað hér á landi, og jafnvel hætta að selja lyf sem þau eru með í sölu í dag vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöðugleika á lyfjamarkaði hér á landi. „Það er ekki hægt að lækka endalaust lyfjaverðið á Íslandi, eins og landið sé í einhvers konar tómarúmi," segir Robin Turner, framkvæmdastjóri hjá svissneska lyfjafyrirtækinu Roche. Fyrirtækið er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims og stærsti framleiðandi krabbameinslyfja í heiminum í dag. „Það verður að horfa á heildarmyndina, það getur vel verið að það sé hægt að ná hagræðingu, en ríkisstjórnin á Íslandi er ekki að beita réttum aðferðum. Þeir taka einhliða ákvarðanir hverja annarri vitlausari, og hafa ekkert samráð við okkur eða önnur lyfjafyrirtæki. Þá er ekki hægt að komast að niðurstöðu sem gengur upp fyrir báða aðila," segir Turner. Hann segir ófremdarástand hafa ríkt á lyfjamarkaðinum á Íslandi undanfarið. Þar skipti ekki síst máli að heilbrigðisráðherra hafi ítrekað tekið einhliða ákvarðanir, breytt fyrri ákvörðunum fyrirvaralaust og án samráðs. „Það er augljóst að ef lyfjaverðið fer undir ákveðið lágmark hefur mitt fyrirtæki engin önnur úrræði en að hætta við að setja tiltekin lyf á markaði á Íslandi," segir Turner. Þá sé líklegt að hætt verði að selja ákveðin lyf sem hafi verið í sölu á Íslandi fari verðið undir ákveðið lágmark. Þó íslenski lyfjamarkaðurinn sé lítill er ekki hægt að bjóða lægra verð hér en annars staðar í Evrópu, segir Turner. Ástæðan er sú að bjóðist betri verð hér en á margfalt stærri mörkuðum sé einfaldlega gerð krafa þar um að fá lyfin á jafn lágu verði. Hann segir Roche fráleitt eina fyrirtækið sem sé búið að fá nóg. Önnur stór lyfjafyrirtæki séu í sömu stöðu, og þar hljóti menn að íhuga málin á sama grundvelli. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir kröfu Íslendinga ekki að fá lyfin á lægra verði en aðrir, aðeins að fá sambærilegt verð og nágrannalöndin. „Það er misskilningur að þetta skipti sköpum varðandi afkomu lyfjafyrirtækjanna í heiminum, þetta er 300 þúsund manna markaður, sem er örmarkaður fyrir lyfjaiðnaðinn. Ég held að það séu ýkjur að þessi fyrirtæki íhugi að hætta að setja lyf á markað hér á landi."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira