Lífið

Ný hönnunarverslun í litlum kjallara við Laugaveg

Linda Ósk Guðmundsdóttir er einn þriggja hönnuða sem opnuðu verslun í kjallara kaffihússins Hemma og Valda við Laugaveg. Fréttablaðið/Anton
Linda Ósk Guðmundsdóttir er einn þriggja hönnuða sem opnuðu verslun í kjallara kaffihússins Hemma og Valda við Laugaveg. Fréttablaðið/Anton

Sumarið er að ganga í garð í miðborg Reykjavíkur. Það verður ekki bara líf og fjör í bænum á kvöldin í sumar því verslun ætlar að verða með líflegasta móti. Þrjú ungmenni hafa nú opnað nýja verslun í kjallaranum hjá Hemma og Valda á Laugavegi.

Ný verslun hefur opnað við Laugaveg 21, í kjallara kaffihússins Hemma og Valda. Verslunin ber nafnið Collective of Young Designers og eru það Linda Ósk Guðmundsdóttir, Elín Theódóra Alfreðsdóttir og Guðjón Rúnar Emilsson sem reka verslunina saman.

„Við opnuðum á miðvikudaginn síðasta og verðum með opið út ágúst. Okkur bauðst afnot af húsnæðinu og ákváðum að slá til, þetta er voða lítið og kannski svolítið falið en hentar okkur vel," segir Linda Ósk.

„Ég er að hanna hettupeysur, barnaföt og fylgihluti svo eitthvað sé nefnt undir heitinu Another Scorpion. Elín hannar hárspangir undir nafninu Elíná og Guðjón er með boli og ýmislegt annað undir heitinu Fígúra.

Auk þess eru aðrir hönnuðir einnig að selja hönnun sína hér og svo gæti verið að einhverjir myndlistamenn bætist við hópinn síðar."

Verslunin er opin alla daga nema sunnudaga til klukkan 16.00 í maí mánuði en í júní lengist opnunartíminn og verður þá opið til klukkan 18.00 alla daga vikunnar.

sara@frettabladid.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.