Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá 17. maí 2010 18:52 Eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins, BM Vallá, var tekið til gjaldþrotaskipta í dag. Stjórnarformaðurinn Víglundur Þorsteinsson hefur starfað við félagið í hálfa öld og sér nú á bak ævistarfinu. Öll fyrirtæki sem eitthvað kveður að í steypuiðnaði á Íslandi hafa nú lent í þroti. BM Vallá var hins vegar stærst þeirra, var með um fimmhundruð manns í vinnu og tíu milljarða króna veltu þegar best lét á árinu 2007. Starfsemi félagsins teygði sig yfir víðtækt svið byggingariðnaðar en vegna samdráttar hafði starfsmönnum fækkað niður í tvöhundruð. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun undanfarna þrjá mánuði meðan stjórnendur þess, undir forystu Víglundar Þorsteinssonar, hafa freistað þess að semja við lánveitendur. Arion banki hafnaði hins vegar nauðasamningum og krafðist gjaldþrotaskipta. Víglundur kveðst vilja segja það hreint og skýrt að það hafi verið faglegur munur á vinnubrögðum, annarsvegar Lýsingar og Landsbanka, og hins vegar Arion banka, sem ekki hafi verið í faglegum vinnubrögðum. Með afstöðu sinni segir hann ráðamenn Arion banka valda óþarfa tjóni. Þeir hafi tekið huglausu og léttu ákvörðunina, en ekki ábyrga afstöðu. Þetta á endanum valdi þeim og öllum kröfuhöfum óþarfa tjóni. Hann segir gengishrun krónunnar meginástæðu gjaldþrotsins enda hafi fyrirtæki eins BM Vallá almennt verið fjármögnuð með erlendum lánum. Ef það eigi að endurreisa framleiðsluatvinnuvegina í landinu sé augljóst að það verði að afskrifa skuldir þessara fyrirtækja. Annars rísi þessi framleiðsla ekki upp að nýju. Fyrir Víglund Þorsteinsson, sem stýrt hefur BM Vallá um áratugaskeið, eru þetta þáttaskil. "Fyrst kom ég hérna fyrir fimmtíu árum," segir Víglundur. "Þannig að þetta er ævistarfið," og viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að fara í Héraðsdóm í dag og óska eftir gjaldþrotaskiptum. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins, BM Vallá, var tekið til gjaldþrotaskipta í dag. Stjórnarformaðurinn Víglundur Þorsteinsson hefur starfað við félagið í hálfa öld og sér nú á bak ævistarfinu. Öll fyrirtæki sem eitthvað kveður að í steypuiðnaði á Íslandi hafa nú lent í þroti. BM Vallá var hins vegar stærst þeirra, var með um fimmhundruð manns í vinnu og tíu milljarða króna veltu þegar best lét á árinu 2007. Starfsemi félagsins teygði sig yfir víðtækt svið byggingariðnaðar en vegna samdráttar hafði starfsmönnum fækkað niður í tvöhundruð. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun undanfarna þrjá mánuði meðan stjórnendur þess, undir forystu Víglundar Þorsteinssonar, hafa freistað þess að semja við lánveitendur. Arion banki hafnaði hins vegar nauðasamningum og krafðist gjaldþrotaskipta. Víglundur kveðst vilja segja það hreint og skýrt að það hafi verið faglegur munur á vinnubrögðum, annarsvegar Lýsingar og Landsbanka, og hins vegar Arion banka, sem ekki hafi verið í faglegum vinnubrögðum. Með afstöðu sinni segir hann ráðamenn Arion banka valda óþarfa tjóni. Þeir hafi tekið huglausu og léttu ákvörðunina, en ekki ábyrga afstöðu. Þetta á endanum valdi þeim og öllum kröfuhöfum óþarfa tjóni. Hann segir gengishrun krónunnar meginástæðu gjaldþrotsins enda hafi fyrirtæki eins BM Vallá almennt verið fjármögnuð með erlendum lánum. Ef það eigi að endurreisa framleiðsluatvinnuvegina í landinu sé augljóst að það verði að afskrifa skuldir þessara fyrirtækja. Annars rísi þessi framleiðsla ekki upp að nýju. Fyrir Víglund Þorsteinsson, sem stýrt hefur BM Vallá um áratugaskeið, eru þetta þáttaskil. "Fyrst kom ég hérna fyrir fimmtíu árum," segir Víglundur. "Þannig að þetta er ævistarfið," og viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að fara í Héraðsdóm í dag og óska eftir gjaldþrotaskiptum.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira