Baltasar forsýnir Inhale í Berkeley 5. maí 2010 07:30 Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, verður forsýnd í Berkeley-háskólanum í Bandaríkjunum á ráðstefnu um ólöglega sölu og smygl á líffærum úr fólki. Mynd/Anton Brink Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er önnur tveggja mynda sem sýndar verða á ráðstefnu Berkeley-háskólans um ólöglega sölu og smygl á líffærum úr fólki. Hin myndin er margverðlaunuð heimildarmynd að nafni H.O.T, Human Organ Trafficking. Meðal gesta á ráðstefnunni verður mannréttindafrömuðurinn Harry Wu en hann hefur barist gegn ólöglegri sölu á líffærum í Kína sem er umfangsmikill iðnaður þar í landi. Hann sat sjálfur í kínversku fangelsi í nítján ár fyrir baráttu sína. Baltasar segir að forsvarsmenn ráðstefnunnar hefðu bara heyrt af myndinni og að þetta færi ekkert í gegnum hann. „Þetta er bara svolítið skondið og skemmtilegt," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær myndin fer í almenna dreifingu en leikstjórinn segir þau mál vera að skýrast. „Það eru alltaf svona forsýningar í gangi til að skapa eitthvert umtal en þessi forsýning er óneitanlega svolítið sérstök," segir Baltasar. Með helstu hlutverkin í Inhale fara þau Diane Kruger, Dermot Mulroney, Sam Shepard og Rosanne Arquette. - fgg Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er önnur tveggja mynda sem sýndar verða á ráðstefnu Berkeley-háskólans um ólöglega sölu og smygl á líffærum úr fólki. Hin myndin er margverðlaunuð heimildarmynd að nafni H.O.T, Human Organ Trafficking. Meðal gesta á ráðstefnunni verður mannréttindafrömuðurinn Harry Wu en hann hefur barist gegn ólöglegri sölu á líffærum í Kína sem er umfangsmikill iðnaður þar í landi. Hann sat sjálfur í kínversku fangelsi í nítján ár fyrir baráttu sína. Baltasar segir að forsvarsmenn ráðstefnunnar hefðu bara heyrt af myndinni og að þetta færi ekkert í gegnum hann. „Þetta er bara svolítið skondið og skemmtilegt," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær myndin fer í almenna dreifingu en leikstjórinn segir þau mál vera að skýrast. „Það eru alltaf svona forsýningar í gangi til að skapa eitthvert umtal en þessi forsýning er óneitanlega svolítið sérstök," segir Baltasar. Með helstu hlutverkin í Inhale fara þau Diane Kruger, Dermot Mulroney, Sam Shepard og Rosanne Arquette. - fgg
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein