Viðskipti erlent

Andrés Önd ryður iPad-brautina

Markaðsstjóri útgáfufélagsins Eddu gat ekki beðið fram á föstudag eftir nýjustu tölvunni frá Apple.
Markaðsstjóri útgáfufélagsins Eddu gat ekki beðið fram á föstudag eftir nýjustu tölvunni frá Apple.
„Andrés Önd er aðeins til á rafrænu formi á ensku. Þetta er ekki til hér og verður bylting í útgáfugeiranum,“ segir fjölmiðlamaðurinn Jón Axel Ólafsson, markaðsstjóri útgáfufélagsins Eddu, sem hefur lagt grunninn að því að gera eigendum iPad-tölva kleift að lesa Andrés-blöðin.

Jón Axel hefur um árabil verið aðdáandi bandaríska tæknirisans Apple, sem setti iPad-tölvuna á markað um páskana. Jón pantaði eina slíka og ætlaði vinafólk hans að færa honum hana þegar það snýr heim að utan á föstudag. Jóni leiddist biðin og útvegaði sér hana eftir öðrum leiðum. „Þetta er betri græja en ég átti von á,“ segir hann.

Tölva Jóns er sú stærsta af iPad-tölvunum þremur sem koma á markað að þessu sinni, eða með 64 gígabæta harðan disk. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er ekki búist við að iPad-tölvur verði fáanlegar með íslensku lyklaborði fyrr en í fyrsta lagi um næstu jól. Jón Axel segir það ekki verða til trafala.

Jón Axel segir iPad-tölvuna ekki koma í stað fartölva. „Ég held að hún sé sniðug fyrir þá sem eru á ferðinni. Hún er fín fyrir minni háttar mál. Þetta er ekki græja fyrir skólafólk.“ - jab
.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×