Fótbolti

Robinho: Líður eins og heima hjá mér

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Robinho á landsliðsæfingu í vikunni.
Robinho á landsliðsæfingu í vikunni. AFP
Robinho líður eins og hann sé loksins kominn heim til sín eftir skamma veru hjá AC Milan. Brasilíumaðurinn gekk í raðir félagsins í vikunni.

Robinho var seldur á tombóluverði frá Manchester City sem keypti hann á 32 milljónir punda.

"Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Það er frábært að hafa félaga mína hérna eins og Dinho, Pato og Thiago Silva," sagði hann við Gaxetta dello Sport.

"Rossanera er með brasilískt blóð í æðum. Félagið er magnað og það er auðvelt að sjá af hverju ég er ánægður með að vera kominn hingað."

"Ég kýs að tala ekkert um City," sagði hann svo um leið og hann óskaði þess að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar með félaginu, við Barcelona.

"Þetta eru tvö bestu lið heims í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×