Enski boltinn

Essien búinn að framlengja til ársins 2015

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Essien.
Michael Essien. Mynd/AFP
Michael Essien er búinn að framlengja samning sinn við Chelsea um tvö ár og er nú samning á Stamford Bridge til ársins 2015. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Essien er 27 ára gamall og hefur spilað 185 leiki fyrir Chelsea síðan að hann kom til liðsins frá Lyon árið 2005. Hann verður ekki með Gana á HM vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í Afríkukeppninni í upphafi ársins.

Essien meiddist aftan í læri í leik með Chelsea í desember og hefur ekki spilað með liðinu síðan. Essien var nýbyrjaður að spila á ný þegar hann meiddist í leik með Gana.

„Ég er mjög ánægður með að Michael hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið. Hann mun því halda áfram að vera mikilvægur leikmaður hjá Chelsea næstu árin," sagði stjórinn Carlo Ancelotti á heimasíðu Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×