Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum í góðu standi Hjalti Þór Hreinsson skrifar 28. maí 2010 10:00 Eins og sjá má á myndinni, sem tekin var í síðustu viku, var aska í glompum á vellinum. Golfklúbbur Vestmannaeyja Fyrsta stigamót á Íslandsmótinu í golfi fer fram um helgina í Vestmannaeyjum. Mótaröðin nefnist Eimskips-mótaröðin og stefnir allt í gott mót. Aska frá Eyjafjallajökli hefur farið yfir völlinn en hún hefur meðal annars farið illa með slátturvélar í Eyjum, eins og reyndar víðar. GSÍ sendi sinn mann til að taka út völlinn í vikunni og var hann dæmdur í góðu standi. Ólafur Þór Ágústsson, formaður Samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, var maðurinn sem tók út völlinn. "Völlurinn er í góðu spilanlegu ásigkomulagi," sagði Ólafur við Vísi en eftir úrtökumót öldunga um síðustu helgi á vellinum höfðu borist kvartanir um ástand hans. "Völlurinn er mjög góður, ég spilaði hann sjálfur og það stefnir allt í gott golf um helgina," sagði Ólafur og bætti við: "Þeir sem spila illa geta bara kennt sjálfum sér um," sagði Ólafur léttur. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrsta stigamót á Íslandsmótinu í golfi fer fram um helgina í Vestmannaeyjum. Mótaröðin nefnist Eimskips-mótaröðin og stefnir allt í gott mót. Aska frá Eyjafjallajökli hefur farið yfir völlinn en hún hefur meðal annars farið illa með slátturvélar í Eyjum, eins og reyndar víðar. GSÍ sendi sinn mann til að taka út völlinn í vikunni og var hann dæmdur í góðu standi. Ólafur Þór Ágústsson, formaður Samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, var maðurinn sem tók út völlinn. "Völlurinn er í góðu spilanlegu ásigkomulagi," sagði Ólafur við Vísi en eftir úrtökumót öldunga um síðustu helgi á vellinum höfðu borist kvartanir um ástand hans. "Völlurinn er mjög góður, ég spilaði hann sjálfur og það stefnir allt í gott golf um helgina," sagði Ólafur og bætti við: "Þeir sem spila illa geta bara kennt sjálfum sér um," sagði Ólafur léttur.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira