Hostel-framleiðandi vinnur að íslenskri glæpamynd 22. mars 2010 06:00 Spenntir Stefán Máni og Óskar Þór geta vart beðið eftir því að tökur á kvikmyndinni Svartur á leik hefjist. Myndin er gerði eftir samnefndri bók Stefáns en það eru þeir Þorvaldur Davíð og Jóhannes Haukur sem leika aðalhlutverkin. Fréttablaðið/Valli Chris Biggs, einn af framleiðendum hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpamyndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. Danski kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Winding Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náin vinur Refn en Þórir framleiddi Valhalla-mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Að sögn Óskars Þór Axelssonar, leikstjóra myndarinnar og handritshöfundarins, er það mikill fengur fyrir myndina að fá þessa tvo aðila til liðs við myndina. „Biggs er mikill Íslandsvinur, kemur hingað reglulega og hreifst af handritinu. Hann hefur sínar hugmyndir um hvernig hún getur verið eins íslensk og mögulegt er,“ segir Óskar þegar Fréttablaðið settist niður með honum og Stefáni Mána. Rithöfundurinn sjálfur var ákaflega spenntur fyrir því að sjá bókina lifna við á hvíta tjaldinu og hann er sáttur við handritið. „Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast er að bókin er ekki eins og kvikmyndin og kvikmyndin er ekki eins og bókin. Sá sem hefur lesið bókina er því ekki búin að sjá kvikmyndina og svo öfugt,“ segir Stefán. Óskar segir stefnt á tökur um miðjan júlí en eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Þorvaldur Davíð Kristjánsson koma beint úr námi sínu við Julliard-skólann í New York og leika aðalhlutverkið, sjálfan Stebba Sækó. Jóhannes Haukur Jóhannesson mun síðan leika dyravörðinn Tóta, hrottann ógurlega. „Hann þarf að leggja mikið á sig líkamlega, taka vel á því ræktinni, krúnuraka sig og safna hökutopp. En mér skilst að hann hlakki bara mikið til enda er þetta mesta áskorunin fyrir leikara, að taka svona hlutverk að sér,“ skýtur Stefán inní en það eru framleiðslufyrirtækin Filmus og ZikZak sem standa að gerð myndarinnar. -fgg Íslandsvinir Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Chris Biggs, einn af framleiðendum hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpamyndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. Danski kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Winding Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náin vinur Refn en Þórir framleiddi Valhalla-mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Að sögn Óskars Þór Axelssonar, leikstjóra myndarinnar og handritshöfundarins, er það mikill fengur fyrir myndina að fá þessa tvo aðila til liðs við myndina. „Biggs er mikill Íslandsvinur, kemur hingað reglulega og hreifst af handritinu. Hann hefur sínar hugmyndir um hvernig hún getur verið eins íslensk og mögulegt er,“ segir Óskar þegar Fréttablaðið settist niður með honum og Stefáni Mána. Rithöfundurinn sjálfur var ákaflega spenntur fyrir því að sjá bókina lifna við á hvíta tjaldinu og hann er sáttur við handritið. „Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast er að bókin er ekki eins og kvikmyndin og kvikmyndin er ekki eins og bókin. Sá sem hefur lesið bókina er því ekki búin að sjá kvikmyndina og svo öfugt,“ segir Stefán. Óskar segir stefnt á tökur um miðjan júlí en eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Þorvaldur Davíð Kristjánsson koma beint úr námi sínu við Julliard-skólann í New York og leika aðalhlutverkið, sjálfan Stebba Sækó. Jóhannes Haukur Jóhannesson mun síðan leika dyravörðinn Tóta, hrottann ógurlega. „Hann þarf að leggja mikið á sig líkamlega, taka vel á því ræktinni, krúnuraka sig og safna hökutopp. En mér skilst að hann hlakki bara mikið til enda er þetta mesta áskorunin fyrir leikara, að taka svona hlutverk að sér,“ skýtur Stefán inní en það eru framleiðslufyrirtækin Filmus og ZikZak sem standa að gerð myndarinnar. -fgg
Íslandsvinir Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira