Viðskipti innlent

Stutt þar til fasteignamarkaðurinn nær botni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúðaverð lækkaði um 1,3% í júní. Mynd/ Vilhelm.
Íbúðaverð lækkaði um 1,3% í júní. Mynd/ Vilhelm.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,3% í júlí síðastliðnum frá fyrri mánuði samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem tekin er saman af Þjóðskrá Íslands og birt var síðdegis í gær.

Greining Íslandsbanka segir að mikið flökt hafi verið í íbúðaverðinu á milli mánaða undanfarið og því betra að skoða þróunina yfir lengri tíma til að fá mynd á hvert markaðurinn er að fara. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi þannig hækkað um 0,2% frá síðustu áramótum en á sama tíma fyrir ári hafði það lækkað um 9,2%. Undanfarna 12 mánuði hafi íbúðaverð lækkað um 2,9% samanborið við 11,2% árið þar á undan. Munurinn sé meiri ef miðað sé við raunverð þar sem verðbólgan hafi hjaðnað hratt undanfarið.

Greining segir að það hafi því dregið umtalsvert úr lækkunarhraðanum á þessum markaði sem gæti verið vísbending um að botninn í bæði nafnverði og raunverði íbúðarhúsnæðis sé skammt undan.

Í Peningamálum Seðlabankans kemur fram að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um rúm 34% frá október 2007 þegar að það var hæst og nafnverð um 14,2% frá því að það fór hæst í janúar 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×