Vettel: Kómískt ástand hjálpar í titilslagnum 27. júlí 2010 11:54 Fernando Alonso og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í Þýskalandi á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður. Mikil umræða var um innanbúðarslag á milli Vettels og Webber, á dögunum en núna er öll athyglin á Ferrrari. "Þetta er gamanleikur og fólk hefur eitthvað annað að skrifa um. Það verður rólega vika hjá okkur í Ungverjalandi sem er jákvætt. Við munum halda áfram að pressa stíft og bæta árangurinn", sagði Vettel í frétt á autosport.com, en hann varð í þriðja sæti á eftir Ferrari mönnum um helgina. "Við erum með öflugan bíl og það sannaðist á ný í Þýskalandi, jafnvel þó Ferrari hafi tekið framfaraskref og eigi vel heima á brautinni. Við gátum keppt við þá, þó það gengi ekki alveg nógu vel." Alonso bætti stöðu sína í stigamótinu með sigrinum í Þýskalandi og færðist nær Vettel sem er í fjórða sæti á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Í lok keppnistímabilsins munum við sjá hvað hvert stig skiptir miklu máli. Það sem var mest um vert í Þýskalandi var að við lukum keppni fyrir framan McLaren, en því miður náðu þeir fleiri stigum í keppni bílasmiða. En okkur er sama hvað er í gangi hjá öðrum liðum. Við höfum lent í ýmsum vandræðum á árinu og því gott að vera ekki í sviðsljósinu í þetta skiptið", sagði Vettel. Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður. Mikil umræða var um innanbúðarslag á milli Vettels og Webber, á dögunum en núna er öll athyglin á Ferrrari. "Þetta er gamanleikur og fólk hefur eitthvað annað að skrifa um. Það verður rólega vika hjá okkur í Ungverjalandi sem er jákvætt. Við munum halda áfram að pressa stíft og bæta árangurinn", sagði Vettel í frétt á autosport.com, en hann varð í þriðja sæti á eftir Ferrari mönnum um helgina. "Við erum með öflugan bíl og það sannaðist á ný í Þýskalandi, jafnvel þó Ferrari hafi tekið framfaraskref og eigi vel heima á brautinni. Við gátum keppt við þá, þó það gengi ekki alveg nógu vel." Alonso bætti stöðu sína í stigamótinu með sigrinum í Þýskalandi og færðist nær Vettel sem er í fjórða sæti á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Í lok keppnistímabilsins munum við sjá hvað hvert stig skiptir miklu máli. Það sem var mest um vert í Þýskalandi var að við lukum keppni fyrir framan McLaren, en því miður náðu þeir fleiri stigum í keppni bílasmiða. En okkur er sama hvað er í gangi hjá öðrum liðum. Við höfum lent í ýmsum vandræðum á árinu og því gott að vera ekki í sviðsljósinu í þetta skiptið", sagði Vettel.
Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira