Innlent

Ákvörðun um gæsluvarðhald i dag

Hreiðar Már fluttur í gæsluvarðhald eftir yfirheyrslur í gærkvöld. Mynd/ Stefán.
Hreiðar Már fluttur í gæsluvarðhald eftir yfirheyrslur í gærkvöld. Mynd/ Stefán.
Hreiðar Már Sigurðssson fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sem var handtekinn í gærdag eftir yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara, var aftur kallaður til yfirheyrslu í gærkvöldi, sem lauk á ellefta tímanum. Um svipað leiti lauk yfirheyrslum yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Luxemborg og núverandi bankastjóra Banque Havilland, sem reistur var á grunni Kaupþings í Luxemborg.

Sérstakur saksóknari krefst allt að tólf daga gæsluvarðhalds yfir Hreiðari Má, vegna rannsóknar á margvíslegum bortum. Dómari tók sér frest til hádegis í dag til að taka afstöðu til kröfunnar. Ekki liggur fyrir hvort sérstakur saksópknari krafðist gæsluvarðhalds yfir Magnúsi Guðmundssyni líka, en báðir gista þeir fangageymslur lögreglunnar við Hverfisgötu.

Að sögn Fréttablaðsins hefur Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður verið kallaður til yfirheyrslu, eða skýrslutöku hjá saksóknara í næstu viku, en hann býr í London.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×