Lífið

Heim úr brúðkaupsferð

Orlando Bloom og Miranda Kerr eru komin heim til Los Angeles eftir brúðkaupsferð til eyjarinnar Anguilla.
Orlando Bloom og Miranda Kerr eru komin heim til Los Angeles eftir brúðkaupsferð til eyjarinnar Anguilla.
Leikarinn Orlando Bloom og undirfatafyrirsætan Miranda Kerr eru nýkomin heim til Los Angeles úr brúðkaupsferð til eyjarinnar Anguilla í Karabíahafi.

Papparassar sátu um Orlando Bloom og Miröndu Kerr þegar þau komu brosandi heim úr brúðkaupsferðinni frá Anguilla á sunnudaginn. Bæði voru þau að sjálfsögðu með brúðkaupshringa á fingrunum, auk þess sem Kerr, sem er 27 ára, skartaði risastórum demantshring.

Brúðkaup þeirra á dögunum var leynilegt, fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna. Aðeins mánuður er síðan hinn 33 ára Bloom bar upp bónorðið eftir að hafa fengið leyfi frá foreldrum hennar, samkvæmt fornum sið. Móðir Kerr segir tengdason sinn sannan herramann og er hæstánægð með uppátækið. „Orlando sýndi hversu mikill herramaður hann er með því að fylgja hefðinni og biðja um hönd Miröndu. Við hikuðum ekki við að samþykkja beiðnina," sagði Therese Kerr. „Þau eru æðislegt par. Þau eru mjög ástfangin og ná að laða fram það besta hvort hjá öðru. Við höfum alltaf óskað þess að börnin okkar séu heilbrigð og hamingjusöm og Miranda hefur aldrei verið heilbrigðari og hamingjusamari."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tengdafjölskylda Bloom hrósar honum í hástert því stutt er síðan Ann Kerr, amma Miröndu, lýsti yfir ánægju sinni með Hollywood-hjartaknúsarann. „Við erum mjög ánægð fyrir hennar hönd. Þegar við erum öll saman sé ég hve hann veitir Miröndu mikla athygli. Hann hlýtur að vera indælispiltur því annars væri Miranda ekki með honum. Ég óska þeim alls hins besta. Hún er alveg yndisleg frá toppi til táar," sagði Ann Kerr.

Bloom og Kerr byrjuðu saman seint á árinu 2007 eftir að Kerr hafði ítrekað neitað að láta Bloom fá símanúmerið sitt vegna þess að hún var þá að hitta annan mann. Þau sáust fyrst saman opinberlega í apríl 2008 og síðan þá hafa þau verið mynduð við hin ýmsu tækifæri, enda afar glæsilegt par að margra mati.

Kerr er á meðal tíu tekjuhæstu fyrirsæta í heiminum og Orlando leikur næst í ævintýramyndinni Skytturnar þrjár sem kemur út á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.