Lífið

Sportið hjálpar þegar kemur að karlmönnum

Cameron Diaz. MYND/Cover Media
Cameron Diaz. MYND/Cover Media

Leikkonan Cameron Diaz, 37 ára, er ánægð með þá staðreynd að hún hefur brennandi áhuga á íþróttum því það auðveldar henni að tala við karlmenn.

Cameron elskar að stunda íþróttir og að tala um þær við fólk með svipað áhugamál.

„Ég ólst upp við að stunda íþróttir. Ég elska að hreyfa mig. Það hefur komið sér vel fyrir mig þegar kemur að hinu kyninu því þá líður mér ekki utangátta," sagði Cameron.

Hún veit fátt eins skemmtilegt og að spila körfubolta um helgar en segist hafa lítinn tíma aflögu til að leika sér.

Cameron er sífellt spurð hvort hún vilji ekki hægja aðeins á sér, vinna minna og stofna fjölskyldu.

„Ég er opin fyrir öllu en vil alls ekki breyta lífinu sem ég lifi í dag."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.