
Umræðan um öryggismál og Evrópuher
NATO náði sínum upphaflega tilgangi en hlutverkið breyttist eftir hrun Sovétríkjanna. Við tóku friðargæsla á Balkanskaga og hernaðaraðgerðir og friðargæsla í Afganistan. Nýir áhættuþættir höfðu tekið að steðja að aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins svo sem hryðjuverkastarfsemi, útbreiðsla kjarnavopna, ógnir við netöryggi eða framboð á orku. Undir þetta er tekið í Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland frá 2009, sem unnin var af starfshóp á vegum utanríkisráðuneytisins og höfundur tók þátt í. Þar var fjallað um alþjóðlega áhættuþætti en þeirra á meðal er netöryggi. Evrópska lögreglusamvinnustofnunin, Europol, telur s.k. laumunet mestu ógnina sem vofir yfir netnotendum. Þá er hægt að beita netárásum gegn ríkjum eins og varð vegna deilu Eistlands og Rússlands 2007. Það segir sig sjálft að Íslandi er það lífshagsmunamál að vera að fullu þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til að tryggja öryggi.
Ég tek undir það sem haft er eftir Selmu Erlu á heimasíðu Sterkara Ísland. Hún segist ekki skilja hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsins og aðildar Íslands eyða öllu sínu púðri í hræðsluáróður um hernaðarbandalag sem á sér engar stoðir í veruleikanum. Við framkvæmd stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum hefur verið ráðist í mörg verkefni á sviði friðargæslu og friðaruppbyggingar stundum með 60.000 manna viðbragðssveit úr herjum félagsríkja. Verkefnin eru nú 14 talsins, víða um heim og einnig unnin af borgaralegu starfsliði til að annast löggæslu og dómarastörf. Ákveðin samlegð er með stefnu Íslands og aðgerðum ESB í borgaralegum verkefnum.
Þegar borgarastríðið í fyrrum Júgóslavíu hófst var spurt hvort þetta væri ekki evrópskt vandamál sem viðkomandi grannríki myndu leysa. Annað kom í ljós og þegar stöðva átti átökin í Kosovo þurfti til hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og ráðandi stöðu þeirra í NATO. Ýmsum líkar sú staða ekki. Því hefur lengi verið rætt um hugmyndina um evrópskan varnarher, þ.e. fastan herstyrk frá aðildarríkjum ESB og undir stjórn þess. Ekki yrði um að ræða nýjar hersveitir heldur vel að merkja það að færa herstyrk, sem er hluti af liðsafla NATO og alltaf hefur lotið yfirstjórn bandarísks herforingja, undir evrópska herstjórn. Þeir sem þessu eru hlynntir telja m.a. að komi upp krísa í Austur- eða Mið-Evrópu geti Evrópuþjóðir sjálfar betur átt við málin. Á öndverðum meiði eru rök þeirra sem telja að Evrópuher leiði til þess að NATO og Bandaríkin hverfi í skuggann og þar með áhrif sem ómissandi eru, sérlega í samningum við Rússa. Bent hefur verið á fjölmörg vandamál við framkvæmdina, svo sem val og framleiðslu búnaðar, ákvarðanir sameiginlegrar aðgerðastefnu og um tungumál í samskiptum.
Hugsanleg stofnun Evrópuhers varðar Íslendinga, herlausa þjóð, ekki beint. Það er misskilningur að ætla að aðild að Evrópusambandinu leiði til þátttöku í Evrópuher, sem reyndar má draga mjög í efa að verði stofnaður. Ekki hefur grundvöllur fyrir Evrópuher skapast með Lissabon-sáttmálanum. Yfirlýsing ESB vegna aðildar Írlands tekur ótvírætt fram að hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig framlagi til sameiginlegra varna er hagað og að aðildarríki eru ekki skuldbundin til að taka þátt í hernaðarlegum aðgerðum á vegum bandalagsins. (Sjá skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, maí 2010, bls. 34, 60. Í vefsíðu Lisbon Referendum Commission á Írlandi segir m.a.: „The Treaty of Lisbon does not provide for the creation of a European army or any form of conscription“.)
Það var verst að „ungir bændur“ og síðan aðrir skyldu verða gripnir tilefnislausum áhyggjum um hervæðingu landsins ef Ísland gerðist aðili að ESB. Um skrif Morgunblaðsins þar um er best að fara sem fæstum orðum.
Skoðun

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar