Enski boltinn

Arsenal ætlar ekki að fá Huntelaar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur útilokað þann möguleika að Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar gangi í raðir Arsenal í mánuðinum.

Arsenal vantar sárlega framherja þar sem Robin Van Persie spilar ekki meira í vetur og hefur Arsenal verið orðað við Huntelaar, edin Dzeko, Marouane Chamakh og Craig Bellamy.

„Það kemur mér á óvart að Huntelaar skuli ekki spila neitt en hann er ekki undir smásjánni hjá okkur," sagði Wenger.

„Ég er þess utan ekki viss um að hann megi skipta um félag en hann hefur þegar fært sig einu sinni um set á leiktíðinni."





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×