Synjunarvald og átakastjórnmál 18. janúar 2010 06:00 Stjórnskipan Synjunarvald forseta Enn hefur synjunarvald forseta samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar komizt til umræðu og eftir síðustu synjun hafa raddir orðið háværar um að þessi skipan mála sé óheppileg og eðli embættisins hafi breytzt. – Þrjú atriði hafa sérstaklega verið tilgreind: Að forseti gangi gegn þingræði, að ekki sé heppilegt að einum manni sé falið slíkt vald og stefnt sé að pólitísku forsetaræði. Fullyrt er að forseti gangi gegn þingræðinu (orðanotkun er óheppileg því að þingræði merkir að sérhver ríkisstjórn sitji á skjóli Alþingis og beri ábyrgð fyrir því – orðið þingstjórn væri betra), og hert á með ummælum um að hann hindri störf þingsins og lýsi jafnvel yfir stríði á hendur því og ríkisstjórn. Áður en slík orð falla þyrftu menn að gefa gaum 2. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið. Hlutur forseta birtist í því að hann staðfestir lög, sbr. 19. gr., gefur út bráðabirgðalög, sbr. 28. gr. og getur synjað lögum staðfestingar, sbr. 26. gr. Þá liggur beint við að spyrja hvort stjórnarskrárgjafinn hafi við setningu stjórnarskrárinnar 1944 hafnað „þingræðinu“ með þessari skipan mála og þjóðin samþykkt það með rúmlega 95% atkvæða. Þá hefur því verið haldið fram að naumast sé það í samræmi við lýðræði að fela einum manni vald – jafnvel geðþóttavald – til að vísa málum til þjóðaratkvæðis og hann hafi þar frjálsar hendur. Vissulega hefur forseti þetta vald samkvæmt bókstaf laganna og engar skorður reistar við beitingu þess. Nú eru stjórnarskrár í rótgrónum lýðræðisríkjum almennt ekki margorðar. En að baki þeim standa ákveðnar óskráðar hefðir sem mótazt hafa í framkvæmd með ákveðin stjórnspekileg og siðferðileg gildi að leiðarljósi, svo sem lýðræði, valddreifingu og mannréttindi. Þess hlýtur því að mega vænta að til forsetaembættis veljist ekki aðrir en þeir sem haldi öll slík gildi í heiðri. Þau móta ekki einungis túlkun ákvæðanna, heldur einnig pólitískt mat forseta á því hvenær synjunarvaldi skuli beitt þegar lagabókstaf sleppir. En í ljósi þess sem þegar er tekið fram má því ætla að forseti hafi, auk framangreindra gilda, hófsemi og málefnaleg sjónarmið að leiðarljósi. Mat forseta birtist síðan í rökstuðningi hans og þar geta skoðanir verið skiptar. Þá er í þriðja lagi bent á að embættið sé komið í hringiðu stjórnmálanna ef forseti synji lögum staðfestingar og sjálf löggjafarsamkoman sé þá berskjölduð fyrir ákvörðunum, jafnvel geti forseti gert Alþingi óstarfhæft. Með því sé embættið orðið pólitískt, stefnan tekið á forsetaræði og stjórnskipan og stjórnskipunarhefðum raskað. Embættið sé þá orðið aflvaki sundrungar í stað sameiningar. Nú er vandséð að það eitt að synja lögum staðfestingar og vísa lögum til þjóðaratkvæðis stefni embættinu í hringiðu stjórnmálanna. Ef forseti hins vegar tekur afstöðu til laganna, þannig að hann annaðhvort hvetji menn til að samþykkja eða synja, þá hefur embættið sogazt inn í þá hringiðu og breytt um eðli. En hefur forseti tekið opinberlega afstöðu laganna, síðari Icesave-laganna (nr. 1/2010), sem nú stendur til að greiða atkvæði um? Þeir sem kynnu að halda því fram verða að styðja mál sitt skýrum rökum. Ef synjunarákvæðið er túlkað á grundvelli bókstafstrúar og í anda átakastjórnmála er ekki hægt að útiloka að til embættis komi forseti sem ynni í þeim anda og synjaði lögum staðfestingar í tíma og ótíma, þannig að þingið yrði lítt starfhæft. Þá hefði Alþingi það úrræði að samþykkja tillögu með stuðningi ¾ hluta þingmanna um að leysa forseta frá embætti enda færi þá fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hana innan þriggja mánaða frá samþykkt Alþingis, sbr. 2. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar. Ef hins vegar þrátefli verður milli forseta og Alþingis, þannig að Alþingi samþykki þegar í stað lög, sem forseti hefði synjað lítið breytt og þrátefli yrði, vakna spurningar um hvernig eigi að hemja Alþingi. Það yrði bezt gerð með því að koma á fót stjórnlagadómstól. Annars eru ekki önnur úrræði en kjósendur taki í taumana. Ef stjórnarskráin er túlkuð og henni framfylgt í anda þeirra gilda sem að baki hennar búa má vel við 26. gr. una; ef á hinn bóginn stjórnarskráin er túlkuð í anda bókstafstrúar, valdsækni og þeirra siðferðisbresta sem fylgja átakastjórnmálum verður að breyta henni. Og við það yrði varla látið sitja; hverju álitamálinu af öðru yrði hreyft sem fella yrði undir bókstafi stjórnarskrárinnar og þá hætt við að orðaflaumur yrði helzta kennimark hennar. En þá væri rétt að menn spyrðu þeirrar spurningar, hvort margorð og ýtarleg stjórnarskrá sé til marks um gott stjórnarfar. Við lauslega athugun á stjórnarskrám ýmissa ríkja, m.a. í þriðja heiminum, set ég fram þá leiðsögutilgátu að því orðfleiri og áferðarfallegri sem ein stjórnarskrá er því verra sé stjórnarfarið. Þetta væri rétt að skoða nánar áður en ráðizt verður í endurskoðun stjórnarskrárinnar með átakastjórnmálin að leiðarljósi. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnskipan Synjunarvald forseta Enn hefur synjunarvald forseta samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar komizt til umræðu og eftir síðustu synjun hafa raddir orðið háværar um að þessi skipan mála sé óheppileg og eðli embættisins hafi breytzt. – Þrjú atriði hafa sérstaklega verið tilgreind: Að forseti gangi gegn þingræði, að ekki sé heppilegt að einum manni sé falið slíkt vald og stefnt sé að pólitísku forsetaræði. Fullyrt er að forseti gangi gegn þingræðinu (orðanotkun er óheppileg því að þingræði merkir að sérhver ríkisstjórn sitji á skjóli Alþingis og beri ábyrgð fyrir því – orðið þingstjórn væri betra), og hert á með ummælum um að hann hindri störf þingsins og lýsi jafnvel yfir stríði á hendur því og ríkisstjórn. Áður en slík orð falla þyrftu menn að gefa gaum 2. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið. Hlutur forseta birtist í því að hann staðfestir lög, sbr. 19. gr., gefur út bráðabirgðalög, sbr. 28. gr. og getur synjað lögum staðfestingar, sbr. 26. gr. Þá liggur beint við að spyrja hvort stjórnarskrárgjafinn hafi við setningu stjórnarskrárinnar 1944 hafnað „þingræðinu“ með þessari skipan mála og þjóðin samþykkt það með rúmlega 95% atkvæða. Þá hefur því verið haldið fram að naumast sé það í samræmi við lýðræði að fela einum manni vald – jafnvel geðþóttavald – til að vísa málum til þjóðaratkvæðis og hann hafi þar frjálsar hendur. Vissulega hefur forseti þetta vald samkvæmt bókstaf laganna og engar skorður reistar við beitingu þess. Nú eru stjórnarskrár í rótgrónum lýðræðisríkjum almennt ekki margorðar. En að baki þeim standa ákveðnar óskráðar hefðir sem mótazt hafa í framkvæmd með ákveðin stjórnspekileg og siðferðileg gildi að leiðarljósi, svo sem lýðræði, valddreifingu og mannréttindi. Þess hlýtur því að mega vænta að til forsetaembættis veljist ekki aðrir en þeir sem haldi öll slík gildi í heiðri. Þau móta ekki einungis túlkun ákvæðanna, heldur einnig pólitískt mat forseta á því hvenær synjunarvaldi skuli beitt þegar lagabókstaf sleppir. En í ljósi þess sem þegar er tekið fram má því ætla að forseti hafi, auk framangreindra gilda, hófsemi og málefnaleg sjónarmið að leiðarljósi. Mat forseta birtist síðan í rökstuðningi hans og þar geta skoðanir verið skiptar. Þá er í þriðja lagi bent á að embættið sé komið í hringiðu stjórnmálanna ef forseti synji lögum staðfestingar og sjálf löggjafarsamkoman sé þá berskjölduð fyrir ákvörðunum, jafnvel geti forseti gert Alþingi óstarfhæft. Með því sé embættið orðið pólitískt, stefnan tekið á forsetaræði og stjórnskipan og stjórnskipunarhefðum raskað. Embættið sé þá orðið aflvaki sundrungar í stað sameiningar. Nú er vandséð að það eitt að synja lögum staðfestingar og vísa lögum til þjóðaratkvæðis stefni embættinu í hringiðu stjórnmálanna. Ef forseti hins vegar tekur afstöðu til laganna, þannig að hann annaðhvort hvetji menn til að samþykkja eða synja, þá hefur embættið sogazt inn í þá hringiðu og breytt um eðli. En hefur forseti tekið opinberlega afstöðu laganna, síðari Icesave-laganna (nr. 1/2010), sem nú stendur til að greiða atkvæði um? Þeir sem kynnu að halda því fram verða að styðja mál sitt skýrum rökum. Ef synjunarákvæðið er túlkað á grundvelli bókstafstrúar og í anda átakastjórnmála er ekki hægt að útiloka að til embættis komi forseti sem ynni í þeim anda og synjaði lögum staðfestingar í tíma og ótíma, þannig að þingið yrði lítt starfhæft. Þá hefði Alþingi það úrræði að samþykkja tillögu með stuðningi ¾ hluta þingmanna um að leysa forseta frá embætti enda færi þá fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hana innan þriggja mánaða frá samþykkt Alþingis, sbr. 2. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar. Ef hins vegar þrátefli verður milli forseta og Alþingis, þannig að Alþingi samþykki þegar í stað lög, sem forseti hefði synjað lítið breytt og þrátefli yrði, vakna spurningar um hvernig eigi að hemja Alþingi. Það yrði bezt gerð með því að koma á fót stjórnlagadómstól. Annars eru ekki önnur úrræði en kjósendur taki í taumana. Ef stjórnarskráin er túlkuð og henni framfylgt í anda þeirra gilda sem að baki hennar búa má vel við 26. gr. una; ef á hinn bóginn stjórnarskráin er túlkuð í anda bókstafstrúar, valdsækni og þeirra siðferðisbresta sem fylgja átakastjórnmálum verður að breyta henni. Og við það yrði varla látið sitja; hverju álitamálinu af öðru yrði hreyft sem fella yrði undir bókstafi stjórnarskrárinnar og þá hætt við að orðaflaumur yrði helzta kennimark hennar. En þá væri rétt að menn spyrðu þeirrar spurningar, hvort margorð og ýtarleg stjórnarskrá sé til marks um gott stjórnarfar. Við lauslega athugun á stjórnarskrám ýmissa ríkja, m.a. í þriðja heiminum, set ég fram þá leiðsögutilgátu að því orðfleiri og áferðarfallegri sem ein stjórnarskrá er því verra sé stjórnarfarið. Þetta væri rétt að skoða nánar áður en ráðizt verður í endurskoðun stjórnarskrárinnar með átakastjórnmálin að leiðarljósi. Höfundur er lagaprófessor.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar