fréttaskýring: Kemur aftur saman í júní 17. júní 2010 05:30 Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þingstarfið, í það minnsta var stressið á lokametrunum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórnlagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þingsins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdagur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðjudagseftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundaðar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti að staðgengill þýska sendiherrans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikilvægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir upplýsti meðal annars að útflutningstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýsingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mótfallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunnstefið í tillögum forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þingstarfið, í það minnsta var stressið á lokametrunum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórnlagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þingsins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdagur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðjudagseftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundaðar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti að staðgengill þýska sendiherrans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikilvægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir upplýsti meðal annars að útflutningstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýsingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mótfallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunnstefið í tillögum forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira