Viðskipti innlent

Magma Energy greiddi fjóra milljarða fyrir HS Orku

Magma Energy er búið að greiða tæpa fjóra milljarða fyrir 38 prósent í HS Orku sem var í eigu Geysir Green Energy. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins í dag.

Þar segir ennfremur að Magma eigi nú 84,21 prósent í HS Orku en fyrirtækið hefur skuldbundið sig til þess að kaupa rúm 98 prósent í orkufyrirtækinu.

Magma mun hinsvegar ekki kaupa restina af hlutabréfunum fyrr en 30. nóvember næstkomandi og mun þá reiða fram þrjá milljarða fyrir hlutabréfin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×