Lífið

Mamma Mia! til Kína

Mamma Mia! hefur notið gríðalegra vinsælda.
Mamma Mia! hefur notið gríðalegra vinsælda.
Söngleikurinn Mamma Mia! verður fyrsti vestræni söngleikurinn sem settur verður í almennar sýningar í Kína. Mamma Mia! byggir sem kunnugt er á lögum sænsku hljómsveitarinnar Abba en þetta verður þrettánda tungumálið sem söngleikurinn er þýddur á.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Mamma Mia verður kyrjað í kommúnistaríkinu því söngleikurinn var óvænt settur á svið árið 2007 í Peking og Sjanghæ.

Söngleikurinn hefur nú verið settur upp í 190 borgum í Ameríku, Ástralíu og Evrópu. Talið er að yfir fjörutíu milljónir manna hafi séð söngleikinn sem hefur nú þénað í kringum tvo milljarða Bandaríkjadala.

Söngleikurinn var fyrst frumsýndur í London en kvikmynd byggð á honum sló rækilega í gegn, meðal annars hér á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.