Innlent

Mannréttindamálaráðherra tjáir sig ekki um orð Jóhönnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindamálaráðherra, vildi ekki tjá sig um málið við blaðamenn.
Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindamálaráðherra, vildi ekki tjá sig um málið við blaðamenn.
Dóms- og mannréttindamálaráðherra, Ögmundur Jónasson, vildi ekki tjá sig um ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þegar að blaðamenn hittu hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Jóhanna sagði í ræðu sinni í gær að hún efaðist um að málsmeðferðin samrýmdist kröfum um mannréttindavernd sakborninga. Hún gerði jafnframt athugasemdir við það að þingmannanefndin hefði ekki gefið ráðherrunum fjórum sem nefndin vill ákæra meira svigrúm til þess að koma andmælum á framfæri.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, vildi heldur ekkert segja um ræðu Jóhönnu þegar blaðamenn inntu hann svörum fyrir framan Stjórnarráðshúsið í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×