Lífið

Enn bætir í borðspilin

Hættuspilinu Arnaldur Gauti samdi spilið Fjör til enda nú fyrir jólin en það er í anda Hættuspilsins sem kom út 1998.Fréttablaðið/GVA
Hættuspilinu Arnaldur Gauti samdi spilið Fjör til enda nú fyrir jólin en það er í anda Hættuspilsins sem kom út 1998.Fréttablaðið/GVA
„Mér fannst vanta hressandi spil þar sem enginn þarf að svara sérhæfðum spurningum, ráða í orð eða leika hlutverk,“ segir Arnaldur Gauti Johnson, sem gefur út spilið Fjör til enda nú fyrir jól.

Fréttablaðið fjallaði um helgina um aragrúa íslenskra spila sem koma út í ár en gleymdi að minnast á spil Arnaldar. Spilið segir hann að sé í anda Hættuspilsins sem kom út fyrir rúmum tólf árum, en það spil sló rækilega í gegn hjá landanum.

„Mitt markmið var að búa til fjörugt spil fullt af húmor og óvæntum uppákomum.“ Arnaldur segir það mikilvægt að þeir sem spili þurfi ekki að eyða miklum tíma í leiðbeiningar og þess vegna sé spilið ekki mjög flókið.- ka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.