Lífið

True Blood vampíra elskar sænskt pönk

Kíkið á lagið með uppáhaldshljómsveit Alexanders, Ebba Grön hér fyrir neðan.
Kíkið á lagið með uppáhaldshljómsveit Alexanders, Ebba Grön hér fyrir neðan.

Sænski leikarinn Alexander Skarsgård hefur slegið rækilega í gegn í hlutverki vampírunnar Erics í sjónvarpsþáttunum True Blood.

Í nýlegu viðtali var hann spurður að því hvernig tónlist hann hafi gaman af að hlusta á og sagðist leikarinn helst hlusta á gamalt pönk.

„Ég er mjög hrifinn af pönk- og rokktónlist, og þá sérstaklega bresku og sænsku pönki. Ég er mikill aðdáandi Buzzcocks, the Adverts og the Chameleons. En uppáhalds sænska hljómsveitin mín er hin goðsagnakennda hljómsveit Ebba Grön sem var vinsæl á áttunda áratugnum. En ég get líka mælt með nýjum og upprennandi tónlistarmönnum frá Svíþjóð eins og Fever Ray, Mattias Alkberg og Miike Snow. Þetta eru allt frábærar hljómsveitir sem gaman er að hlusta á," sagði sænski sjarmörinn.

Hér má sjá myndband við lagið Mamma, Pappa, Barn með uppáhaldshljómsveit Alexanders, Ebba Grön.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.