Erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden 20. september 2010 17:53 Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins, segir að erfiðara sé að fá fund með Jóni Gnarr en Osama Bin Laden. „Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. „Ég veit ekki hvort þetta eru landsbyggðafordmómar eða hvað. Við í Frjálslynda flokknum tilheyrum auðvitað ekki menntaelítunni í borginni," segir Sigurjón. Tilefni þess að Sigurjón óskar eftir fundi með Jóni er að Frjálslyndi flokkurinn fékk aldrei greidda dráttarvexti af styrkjum sem Reykjavíkurborg greiddi flokknum, seinna en öllum öðrum flokkum, fyrir árin 2008 og 2009. Um er að ræða styrk sem borgin greiðir til flokks í hlutfalli við kjörfylgi hans í síðustu sveitastjórnarkosningum þar á undan. Auk þess fékk flokkurinn aldrei styrkinn fyrir árið 2008, heldur Ólafur F. Magússon. Óvissa skapaðist um hvert skyldi greiða styrkinn eftir að Ólafur F. Magnússon, sem kosinn var í borgarstjórn fyrir hönd Frjálslynda flokksins, klauf sig úr flokknum og gerðist óháður. Árið 2008 lét Ólafur greiða styrkinn inn á eigin reikning en ekki reikning Frjálslynda flokksins. Í framhaldi af því óskaði stjórn Frjálslynda flokksins eftir áliti samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á því hvort Ólafur ætti að fá styrkinn eða Frjálslyndi flokkurinn. Í febrúar á þessu ári komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Frjálslyndi flokkurinn ætti að fá styrkinn. Guðjón Arnar segir að flokkurinn hafi ekki enn fengið styrkinn. Sigurjón er mjög undrandi á því að borgarstjórinn skuli ekki taka á móti honum til að ræða þetta mál. Hann segir að borgarstjórinn hafi heldur ekki svarað bréfum sem send hafa verið á skrifstofu hans af hálfu Frjálslynda flokksins. „Ég held að hann sé hreinlega bara að leggja okkur í einelti," segir Sigurjón. Guðjón Arnar Kristjánsson tekur undir með Sigurjóni og segir að allar leiðir hafi verið farnar. „Við skrifuðum honum bréf fyrir viku síðan þar sem við lýstum því að við vildum leysa þetta mál og hvernig það ætti að gera það upp. Við höfum engin svör fengið. Það virðist vera erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden eða einhverjum álíka, sem enginn veit hvar er staddur. Þolinmæði okkar er ekki orðin mikil í þessu máli." Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. „Ég veit ekki hvort þetta eru landsbyggðafordmómar eða hvað. Við í Frjálslynda flokknum tilheyrum auðvitað ekki menntaelítunni í borginni," segir Sigurjón. Tilefni þess að Sigurjón óskar eftir fundi með Jóni er að Frjálslyndi flokkurinn fékk aldrei greidda dráttarvexti af styrkjum sem Reykjavíkurborg greiddi flokknum, seinna en öllum öðrum flokkum, fyrir árin 2008 og 2009. Um er að ræða styrk sem borgin greiðir til flokks í hlutfalli við kjörfylgi hans í síðustu sveitastjórnarkosningum þar á undan. Auk þess fékk flokkurinn aldrei styrkinn fyrir árið 2008, heldur Ólafur F. Magússon. Óvissa skapaðist um hvert skyldi greiða styrkinn eftir að Ólafur F. Magnússon, sem kosinn var í borgarstjórn fyrir hönd Frjálslynda flokksins, klauf sig úr flokknum og gerðist óháður. Árið 2008 lét Ólafur greiða styrkinn inn á eigin reikning en ekki reikning Frjálslynda flokksins. Í framhaldi af því óskaði stjórn Frjálslynda flokksins eftir áliti samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á því hvort Ólafur ætti að fá styrkinn eða Frjálslyndi flokkurinn. Í febrúar á þessu ári komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Frjálslyndi flokkurinn ætti að fá styrkinn. Guðjón Arnar segir að flokkurinn hafi ekki enn fengið styrkinn. Sigurjón er mjög undrandi á því að borgarstjórinn skuli ekki taka á móti honum til að ræða þetta mál. Hann segir að borgarstjórinn hafi heldur ekki svarað bréfum sem send hafa verið á skrifstofu hans af hálfu Frjálslynda flokksins. „Ég held að hann sé hreinlega bara að leggja okkur í einelti," segir Sigurjón. Guðjón Arnar Kristjánsson tekur undir með Sigurjóni og segir að allar leiðir hafi verið farnar. „Við skrifuðum honum bréf fyrir viku síðan þar sem við lýstum því að við vildum leysa þetta mál og hvernig það ætti að gera það upp. Við höfum engin svör fengið. Það virðist vera erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden eða einhverjum álíka, sem enginn veit hvar er staddur. Þolinmæði okkar er ekki orðin mikil í þessu máli."
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira