Golf

Sigurþór vann á Leirdalsvelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá mótinu í dag.
Frá mótinu í dag. Mynd/GSÍ

Allt útlit er fyrir að Sigurþór Jónsson, GK, hafi borið sigur úr býtum á Fitness Sport-mótinu sem fór fram á Leirdalsvelli í dag.

Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Ekki var hægt að ljúka við fyrri hringinn í gær vegna veðurs og var hann felldur niður. Því voru tveir hringir leiknir í dag.

Sigurþór lék báða hringina á 69 höggum og var samtals á fjórum höggum undir pari. Heimamaðurinn Sigmundur Einar Másson, GKG, varð í öðru sæti á þremur höggum undir pari og Axel Bóasson, varð þrijði á tveimur höggum undir pari.

Alfreð Brynjar Kristinsson kom inn á nýju vallarmeti, 66 höggum, eftir fyrri hringinn. Það reyndist hins vegar rangt skor og hlaut hann því frávísun.

Keppni er þó ekki lokið en nema eitthvað mjög óvænt komi upp á mun staða efstu manna haldast óbreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×