Viðskipti erlent

Flugáhafnir SAS hafna tilboði um bónusgreiðslur

Flugáhafnir SAS flugfélagsins munu hafna tilboði stjórnar félagsins um bónusgreiðslur.

Tilboðið er skilyrt að því leyti að í stað hærri launa með bónusgreiðslum myndu flugáhafnirnar fallast á kröfu stjórnarinnar um að fara ekki framar í verkföll.

Jakob Esposito formaður verkalýðsfélags flugstarfsmanna í Danmörku segir að hann eigi erfitt með að ímynda sér annað en að tilboðinu verði hafnað.

Esposito segir að verkfallsrétturinn sé hluti af vinnurétti starfsmannanna og slíku geti bónusgreiðslur ekki breytt. Hann segir bónustilboðið dæmi um heimsku stjórnar SAS, að því er segir í frétt í Jyllands Posten.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×