Viðskipti innlent

Haraldur Flosi vill loka á arðgreiðslur

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segist ekki sjá hvernig fyrirtækið eigi að geta greitt eiganda sínum, Reykjavíkurborg, arð miðað við núverandi aðstæður.
Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segist ekki sjá hvernig fyrirtækið eigi að geta greitt eiganda sínum, Reykjavíkurborg, arð miðað við núverandi aðstæður.

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, vill endurskoða stefnu um arðgreiðslur Orkuveitunnar til eiganda síns, Reykjavíkurborgar. Hann segir hækkun gjaldskrár ekki vera til að geta greitt arð heldur svo Orkuveitan geti mætt skuldbindingum sínum.

Eftir kosningar í vor var fyrst greint frá því að hækka þyrfti gjaldskrá hjá Orkuveitunni. Voru þær skýringar gefnar að ástæðan væri fyrst og fremst markmið fimm ára áætlunar um fjárþörf fyrirtækisins en sú áætlun miðast við fimm prósenta arðsemi og arðgreiðslur í samræmi við það til eigandans, Reykjavíkurborgar. Fyrst var greint frá því í byrjun júní að hugsanlega þyrfti að hækka gjaldskrána og var rætt um reykvískir skattgreiðendur, hinir eiginlegu eigendur fyrirtækisins, þyrftu að mæta 37 prósenta hækkun heita vatnsins. Nýr meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins í stjórn Orkuveitunnar hefur ekki gefið út nákvæmlega hversu mikið gjaldskráin muni hækka, en rætt hefur verið um tveggja stafa tölu í þeim efnum. Í gær var svo greint frá því að gjaldskráin myndi hækka um tíu til tuttugu prósent.

Á síðasta aðalfundi Orkuveitunnar var samþykkt frumvarp sem gerði ráð fyrir arðgreiðslu til borgarinnar. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir í samtali við fréttastofu að kanna verði hvort forsendur séu fyrir slíku. Hann segist ekki skilja hvernig Orkuveitan eigi að geta greitt arð miðað við hvernig fjárhagsstaða fyrirtækisins sé núna. Niðurskurður sé framundan og við þær aðstæður sé erfitt að sjá fyrir sér arðgreiðslur. Hann segist gera ráð fyrir að boða verði til aukaaðalfundar til að breyta samþykktum Orkuveitunnar ef komast eigi hjá arðgreiðslum til borgarinnar. Hvorki náðist í þá Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og Jón Gnarr, borgarstjóra, í morgun, til að fá svör við því hver afstaða kjörinna fulltrúa meirihlutans væri til þess að hverfa frá arðgreiðslum.










Tengdar fréttir

Gjaldskrárhækkanir OR ná ekki til stóriðjunnar

Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sér fyrir sér verulegar gjaldskrárhækkanir til að mæta erfiðri rekstrarstöðu fyrirtækisins. Hækkunin á ekki að ná til stóriðju, þar sem orkuverð til hennar er bundið samningum

Stórkostlegar gjaldskrárhækkanir óhjákvæmilegar hjá OR

Á seinni hluta síðasta kjörtímabils virðist hafa ríkt þögult þverpólitískt samkomulag í borgarstjórn Reykjavíkur um að ýta vandamálum Orkuveitu Reykjavíkur fram yfir kosningar. Nú er nýr meirihluti í borginni að láta gera úttekt á gríðarlega erfiðri stöðu fyrirtækisins.

Útilokar ekki frekari uppsagnir

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavikur, útilokar ekki frekari uppsagnir starfsfólks hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segir að

Skuldir Orkuveitunnar tífaldast á tíu árum

Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur hafa tífaldast á innan við áratug. Allir flokkar í borgarstjórn hafa átt fulltrúa í meirihluta stjórnar Orkuveitunnar á þessum tíma, en fimm af sex stjórnarformönnum eru úr sjálfstæðis- og framsóknarflokki.

Skuldir borgarinnar 360 prósent af árstekjum

Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×