Körfubolti

Kobe Bryant ætlar aldrei að verða NBA-þjálfari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Mynd/AFP
Kobe Bryant hefur nú gefið það út að hann ætli sér ekki að vera þjálfari eftir að ferill hans sem leikmaður lýkur. Kobe Bryant er fimmfaldur NBA-meistari og í hópi bestu leikmönnum allra tíma en hann sér ekki í sér góðan þjálfara.

„Nei alls ekki, nei, nei, nei," svaraði Kobe Bryant spurningum kínversk blaðamanns um hvort að hann væri með það dagskrá að fara að þjálfa í framtíðinni. Kobe veitti þetta viðtal þegar hann var staddur í Peking í vikunni.

„Það væri alltof pirrandi fyrir mig að vera þjálfari. Ég er til í að þjálfa krakka og taka þátt í körfuboltabúðum. Ég myndi aldrei leggja það á mig að þjálfa lið í gegnum heilt tímabil frá deildarkeppni fram í úrslitakeppni. Ég hef engan áhuga á því," sagði Kobe Bryant.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×