Lífið

Hrukkur gera okkur fallegri

Jennifer Aniston. MYND/Cover Media
Jennifer Aniston. MYND/Cover Media

Leikkonan Jennifer Aniston, 41 árs, segir að hrukkur geri konur fallegri ef eitthvað er.

Jennifer segist æfa sig reglulega, hugsa vel um andlitið með því að bera á sig nærandi krem og svo borðar hún aldrei sætindi.

Jennifer er fullkomlega sátt við útlitið og vill meina að konur eru hamingjusamastar þegar þær eru 28 ára en fallegastar þegar þær eru fertugar og eldri.

„Allir verða hrukkóttir. Mér finnst hrukkur gera konur fallegri. Ég er með hrukkur á enninu og þær birtast alltaf þegar ég brosi og ég elska að brosa," sagði Jennifer.

Jennifer segist hugsa vel um andlit sitt. Hún þvær það á hverjum morgni og áður en hún fer að sofa. Daglega setur hún nærandi sólarvörn á andlitið.

Við spáum aftur fyrir lesendum Lífsins í fyrramálið klukkan 07:30 á síðunni okkar á Facebook. Vertu með okkur í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.