Lífið

Borga skuldirnar, bjarga íbúðinni og kaupa nýjar tennur

Sarah Jessica Parker. MYND/Cover Media
Sarah Jessica Parker. MYND/Cover Media

„Ég geymi peningana mína þar sem ég get alltaf séð þá. Hangandi í skápnum mínum!" sagði Sarah Jessica Parker leikkona en hún segist eyða peningunum sínum aðallega í fatnað og skó.

Við gerðum könnun á síðunni okkar á Facebook þar sem við spurðum lesendur Lífsins hvað þeir gerðu ef þeir ynnu stóra pottinn í Lottóinu? Eins og sjá má dreymir flesta um að borga skuldirnar sínar.

 

„Byrja á að borga reikningana mína til að bjarga íbúðinni minni en síðan fara til Thailands og láta gera við tennurnar mínar svo ég geti loksins brosað óhikandi."

„1. borga skuldir. 2. ferðast um heiminn með fjölskylduna. Ef þetta væri meira myndi ég kaupa hús."

„Kaupa mér íbúð! Og nýjan bíl. Borga lánin og skuldir. Fara svo til sólarstranda í 3 vikur og njóta þess."

„Kaupa íbúð og bíl og hjálpa mömmu að borga upp skuldir. Hjálpa konunni eitthvað sem ól mann upp hún ætti það fyllilega skilið."

„Allt annað en skuldir."

„Ég myndi gefa mest megnið af þessu til góðgerðamála og styrkja fatlaða frænda minn og borga hluta af íbúðinni minni og námið sem ég er að fara í."

„Losa mig og mína við skuldir koma mér í gott frí, leggja restina inn og lifa á vöxtum ekkert óðagot."

„Gera eitthvað wild, fara í heimsreisu , fara til ASÍU og borða humar öll kvöld mm..."

Vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.