FME hefði átt að banna kaup á NIBC jonab@frettabladid.is skrifar 31. ágúst 2010 06:15 Jónas Fr. Jónsson Fjármálaeftirlitið (FME) hafði efasemdir um það hvort skynsamlegt væri að gefa Kaupþingi leyfi til að kaupa hollenska bankann NIBC haustið 2007. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME. „Með því að samþykkja ekki umsóknina strax var komið í veg fyrir að bankakerfið hér yrði þriðjungi stærra,“ segir hann. Kaupþing tilkynnti um miðjan ágúst árið 2007 að bankinn hygðist kaupa hollenska bankann NIBC. Kaupverð nam tæpum þremur milljörðum evra, jafnvirði 270 milljarða íslenskra króna á þávirði, og hefðu það orðið stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Stefnt var á að ljúka bankakaupunum í janúar 2008. Samkeppniseftirlitið gaf græna ljósið á viðskiptin strax í ágúst á meðan FME lét bíða eftir sér. Þegar leið nær áramótum hafði þrengt mjög að á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, kreppan látið á sér kræla og fjármögnun viðskiptanna orðið erfiðari. Um miðjan janúar 2008 voru sögusagnir um að Kaupþing hefði hætt við kaupin. Morgunblaðið greindi frá því að FME hefði spurt út í þætti sem lutu að stöðu og fjárhag hollenska bankans og hefði bandaríski seljandinn JC Flowers og stjórnendur Kaupþings metið svo að svar FME yrði neikvætt. Þá taldi breska dagblaðið Daily Telegraph aðstæður slíkar seint í janúar að kaupin myndu ógna fjármálastöðugleika hér. Kaupþingsmönnum yrði létt bærist neikvætt svar frá FME. Slíkt svar barst aldrei. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gagnrýndi stjórnkerfið í samtali við Fréttablaðið á laugardag og sagði það ekki hafa stutt við bankann þegar hann vildi hætta við kaupin. Hefði honum þótt æskilegt að fá bréf frá FME sem myndi banna bankanum að ljúka kaupunum. „Aðstæður höfðu breyst svo mikið að þetta var ekki skynsamlegt lengur og við gátum ekki bakkað út úr samkomulaginu einhliða,“ sagði Sigurður. Jónas Fr. segir neikvæða þróun á fjármálamörkuðum hafa haft sitt að segja. „Menn voru bæði að velta fyrir sér hvort þetta væri skynsamlegt og hvernig bankinn myndi fjármagna kaupin. Menn veltu líka fyrir sér lagaheimildum og óskuðu eftir ítarlegri upplýsingum um viðskiptin. Að banna svona viðskipti er mjög stór ákvörðun og hefði getað haft ýmsar afleiðingar í för með sér,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hafði efasemdir um það hvort skynsamlegt væri að gefa Kaupþingi leyfi til að kaupa hollenska bankann NIBC haustið 2007. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME. „Með því að samþykkja ekki umsóknina strax var komið í veg fyrir að bankakerfið hér yrði þriðjungi stærra,“ segir hann. Kaupþing tilkynnti um miðjan ágúst árið 2007 að bankinn hygðist kaupa hollenska bankann NIBC. Kaupverð nam tæpum þremur milljörðum evra, jafnvirði 270 milljarða íslenskra króna á þávirði, og hefðu það orðið stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Stefnt var á að ljúka bankakaupunum í janúar 2008. Samkeppniseftirlitið gaf græna ljósið á viðskiptin strax í ágúst á meðan FME lét bíða eftir sér. Þegar leið nær áramótum hafði þrengt mjög að á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, kreppan látið á sér kræla og fjármögnun viðskiptanna orðið erfiðari. Um miðjan janúar 2008 voru sögusagnir um að Kaupþing hefði hætt við kaupin. Morgunblaðið greindi frá því að FME hefði spurt út í þætti sem lutu að stöðu og fjárhag hollenska bankans og hefði bandaríski seljandinn JC Flowers og stjórnendur Kaupþings metið svo að svar FME yrði neikvætt. Þá taldi breska dagblaðið Daily Telegraph aðstæður slíkar seint í janúar að kaupin myndu ógna fjármálastöðugleika hér. Kaupþingsmönnum yrði létt bærist neikvætt svar frá FME. Slíkt svar barst aldrei. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gagnrýndi stjórnkerfið í samtali við Fréttablaðið á laugardag og sagði það ekki hafa stutt við bankann þegar hann vildi hætta við kaupin. Hefði honum þótt æskilegt að fá bréf frá FME sem myndi banna bankanum að ljúka kaupunum. „Aðstæður höfðu breyst svo mikið að þetta var ekki skynsamlegt lengur og við gátum ekki bakkað út úr samkomulaginu einhliða,“ sagði Sigurður. Jónas Fr. segir neikvæða þróun á fjármálamörkuðum hafa haft sitt að segja. „Menn voru bæði að velta fyrir sér hvort þetta væri skynsamlegt og hvernig bankinn myndi fjármagna kaupin. Menn veltu líka fyrir sér lagaheimildum og óskuðu eftir ítarlegri upplýsingum um viðskiptin. Að banna svona viðskipti er mjög stór ákvörðun og hefði getað haft ýmsar afleiðingar í för með sér,“ segir hann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira