Lífið

Ungleg út af meikinu

Elle Macpherson. MYND/Cover Media
Elle Macpherson. MYND/Cover Media

Fyrirsætan Elle Macpherson, 47 ára, heldur því fram að hún líti út fyrir að vera yngri en hún er þegar hún notar andlitsmálningu.

Elle segir það ekki vera neitt leyndarmál hvernig hún fer að því að líta svona unglega út.

„Þetta er meikinu að þakka!" svaraði fyrirsætan aðspurð hvernig hún fer að því að líta út fyrir að vera tíu árum yngri en hún er í raunveruleikanum.

„Svo er það lílka mömmu og pabba að þakka. Þessi gen sem ég erfði frá þeim eru svo góð."

„Guð veit að ég hef eytt allt of miklum tíma í sólinni þannig að húðin á mér er ekki eins og ég vildi óska mér að hún væri."

„Svo drekk ég mikið vatn og hreyfi mig reglulega."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.