Lífið

Það líður ekki sá dagur að ég hugsa ekki um Michael

Michael Jackson og móðir hans Katherine. MYND/Cover Media
Michael Jackson og móðir hans Katherine. MYND/Cover Media

Katherine Jackson hefur ekki náð að jafna sig síðan sonur hennar, Michael Jackson, féll frá á heimili sínu í Los Angeles 25. júní á siðasta ári.

Hún segist reyna eins og hún getur að takast á við sorgina og söknuðinn.

„Ég hef ekki náð mér á strik síðan Michael lést en með því að fara með bænir og vera í kringum fjölskyldu og vini næ ég að takast á við lífið án hans," sagði Katherine.

Michael Jackson. MYND/Cover Media

„Það líður ekki sá dagur að ég hugsa ekki um Michael."

Nýverið kom út bókin Never Can Say Goodbye þar sem Katherine rifjar upp stundirnar með syni sínum í máli og myndum.

„Ég skrifaði bókina Never Can Say Goodbye af því ég vil að fólk fái að kynnast Michael Jackson betur. Hann var yndsleg manneskja sem lýsti upp tilveru mína og annarra."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.